Stoð 1 - Framúrskarandi vísindi

Excellent Science

Fyrir hverja?

  • Evrópska rannsóknaráðið (European Research Council) veitir styrki til vísindamanna sem skara fram úr á sínu sviði.
  • Marie Skłodowska-Curie áætlunin veitir styrki til samstarfsneta háskóla, stofnana og fyrirtækja, auk einstaklingsstyrki til framúrskarandi nýdoktora. Styrkirnir eru einkum ætlaðir til þjálfunar og þekkingaröflunar doktorsnema og nýdoktora.
  • Áætlun um rannsóknainnviði styrkir háskóla, stofnanir og aðra aðila sem eiga og reka stóra innviði á sviði rannsókna.

Til hvers?

Markmiðið er að styrkja framúrskarandi vísindamenn og auka aðgengi að rannsóknainnviðum. Veittir eru styrkir til vísindamanna sem skara fram úr og styðja við þjálfun og þekkingaröflun þeirra. Jafnframt eru veittir styrkir til að byggja upp og auka aðgang rannsakenda að rannsóknainnviðum í Evrópu.

Umsóknarfrestir og vinnuáætlun

Í gildandi vinnuáætlunum eru upplýsingar um verkefni sem hægt er að sækja um hverju sinni og umsóknarfresti innan áætlunarinnar. 

Umfang áætlunar: 25,8 milljarðar evra.

Framúrskarandi vísindi skiptist í þrjú svið:

Evrópska rannsóknaráðið (ERC)

Markmiðið Evrópska rannsóknaráðsins (ERC) er að styðja við framúrskarandi rannsóknir í Evrópu á grundvelli samkeppni. Veita vísindamönnum tækifæri til að þróa hugmyndir og rannsóknir á heimsmælikvarða á öllum sviðum vísinda. 

Vinnuáætlun 2021- 2027 

Maria Skłodowska-Curie (MSC)

Marie Skłodowska-Curie áætlunin (MSC) veitir styrki til þjálfunar doktorsnema, nýdoktora og starfandi vísindamanna og er skilyrði að þjálfun fari fram í öðru landi en heimalandi.

Háskólar, stofnanir og fyrirtæki sækja um styrki í samstarfsnetum en styrkirnir eru ætlaður til þjálfunar doktorsnema og nýdoktora. Einnig geta nýdoktorar (með hámark 7 ár frá doktorsgráðu) sótt um einstaklingsstyrki fyrir þjálfun og rannsóknastöðu um allan heim.

Vinnuáætlun 2023-2024

Rannsóknainnviðir í Evrópu

Rannsóknainnviðir veita styrki til að auka aðgengi að og samræma rannsóknarinnviði.

Vinnuáætlun 2023- 2024


Kynningarmyndband á verkefninu Snjallhljóðfærinu sem hlaut styrk frá Evrópska rannsóknaráðinu (ERC)

https://youtu.be/0F5IbJwdpMU

Hverjir geta sótt um?

Allir lögaðilar (fyrirtæki, stofnanir og háskólar) geta sótt um í áætlunina svo lengi sem viðkomandi aðili kemur frá aðildarríki Evrópusambandsins, Íslandi, Noregi og Lichtenstein, sjá lista. Ísland er fullgildur aðili að áætluninni og hafa íslenskir aðilar því jafnan rétt og aðilar innan Evrópusambandsins til að sækja um styrki.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica