Umsýsla og skýrsluskil

Samningur

Gerður er samningur við styrkþega um styrk úr sjóðnum. Sé ekki um annað samið er
framlag greitt í tvennu lagi:

  1. greiðsla - 70% við útgáfu styrkbréfs.
  2. greiðsla - 30% þegar lokaskýrsla hefur verið samþykkt eða áfangaskýrsla samþykkt sé um framhaldsverkefni að ræða. Skilafrestur á skýrslum er tilgreindur í samningi.

Skýrsluskil

Lokaskýrsla ásamt eintak af afurð verkefnisins skal hafa borist sjóðsstjórn áður en lokagreiðsla fer fram og eigi síðar en 18 mánuðum eftir að styrkur er veittur, en þá skal verkinu vera að fullu lokið, nema um annað sé samið. Forsenda lokagreiðslu er að sjóðsstjórn fallist á að markmiðum verkefnis hafi verið náð og að styrkþegi hafi uppfyllt skilmála styrksins.

Áfangaskýrslu skal skilað ef sótt er um styrk úr sjóðnum að nýju áður en lokaskýrsla fyrir
styrk hefur borist.Þetta vefsvæði byggir á Eplica