Tækniþróunarsjóður

8.1.2018 : Auglýst eftir umsóknum í Tækniþróunarsjóð

Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 2018, kl. 16:00

Lesa meira
100.-fundurinn

8.1.2018 : Ráðherra sat 100. stjórnarfund Tækniþróunarsjóðs

Samkvæmt stjórnarsáttmála liggur fyrir að móta heildstæða nýsköpunarstefnu fyrir Ísland, en ráðherra hyggst leggja grunn að verklagi við þá vinnu á næstunni.

Lesa meira
Merki Tækniþróunarsjóðs

18.12.2017 : Styrkúthlutun Tækniþróunarsjóðs haust 2017

Á haustmisseri hefur stjórn Tækniþróunarsjóðs samþykkt að bjóða fulltrúum 32 fyrirtækja til samninga um verkefnisstyrki fyrir allt að fimm hundruð og tíu milljónum króna. Haft verður samband við verkefnisstjóra þessara verkefna og þeir boðaðir til samningafundar.*

Lesa meira

12.12.2017 : Tækniþróunarsjóður hefur opnað fyrir umsóknir í styrktarflokknum Hagnýt rannsóknarverkefni

Hagnýt rannsóknarverkefni hafa það að markmiði að afla nýrrar þekkingar og kunnáttu sem nýtist til að þróa nýjar vörur, verkferla eða þjónustu, eða til að koma í kring umtalsverðum endurbótum á eldri vörum, verkferlum eða þjónustu. Verkefnið þarf að vera með skýr og raunhæf markmið um hagnýtingu.

Lesa meira

8.12.2017 : Atburðaannáll og rekstrargreind í skýinu - verkefnislok

Activity Stream, íslenskt sprotafyrirtæki, stofnað árið 2015, hefur með styrk frá Tækniþróunarsjóði og aðkomu fagfjárfesta þróað skýþjónustu sem fjöldi fyrirtækja hefur gert samning um að nota til að bæta rekstur sinn og þjónustu. Lesa meira

7.12.2017 : KeyWe - Leikvöllur hugans - verkefni lokið

KeyWe gerir kennurum kleift að búa til verkefni, leggja þau fyrir nemendur, leiðbeina nemendum og veita umsagnir um verkefni og frammistöðu. Þá gerir KeyWe kennurum einnig kleift að eiga samskipti við aðra kennara sem nota KeyWe, hvar sem er í heiminum.

Lesa meira

1.12.2017 : Mussila - verkefni lokið

Mussila er röð tölvuleikja sem kenna börnum á aldrinum 5-9 ára grunnatriðin í tónlist í gegnum skapandi leik og tónlistaráskoranir. Fyrirtækið Rosamosi sem er útgefandi og framleiðandi Mussila hefur gefið út fjóra leiki í App Store undir merkjum Mussila. Fjórði leikurinn kom einnig út í Google Play og er ætlunin að allir leikir Mussila verði fáanlegir þar innan tíðar.

Lesa meira

30.11.2017 : Rafræn einstaklingsmiðuð næringarráðgjöf til barnshafandi kvenna - verkefnislok

Niðurstöðurnar benda til þess að hægt sé að nota www.nmb.is - Næring móður og barns til að skima fyrir fæðuvali sem tengist aukinni hættu á kvillum á meðgöngu. Ennfremur benda niðurstöður til þess að einföld rafræn endurgjöf um hollustu fæðunnar gæti skilað sér í bættu fæðuvali barnshafandi kvenna. Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica