Tækniþróunarsjóður

17.7.2018 : Markaðssókn HR Monitor á erlendan markað – verkefni lokið

HR Monitor er framsækið hugbúnaðarfyrirtæki sem framleiðir SaaS-hugbúnað sem, meðal annars, mælir upplifun mannauðs á mikilvægustu þáttum í starfsumhverfinu.

Lesa meira

5.7.2018 : Fjallasnjór - verkefni lokið

Verkefnið Fjallasnjór skilar áreiðanlegri mælum, undirstöðum sem standast verstu aðstæður og úrvinnslu gagna, sem nýtist beint í snjóflóðavöktun. Þannig stuðlar verkefnið að auknu öryggi íbúa á snjóflóðahættusvæðum, vegfarenda á vegum þar sem snjóflóðahætta getur skapast, og fólks sem ferðast um fjalllendi að vetrarlagi. Lesa meira

4.7.2018 : Heimaþjónustukerfi - verkefni lokið

Heimaþjónustukerfið CareOn er notað til tímaskráningar og þjónustustýringar og heldur kerfið jafnframt utan um alla samninga heimaþjónustunnar.

Lesa meira

28.6.2018 : Cooori – framburðarþjálfun - verkefni lokið

Cooori býður veflausnir til tungumálanáms sem byggja á nýjustu tækni í gervigreind, talgreiningu og gagnavinnslu.

Lesa meira

21.6.2018 : Markaðssókn Memento á erlenda markaði - verkefni lokið

Með markaðsstyrk frá Tækniþróunarsjóði var Memento ehf. gert kleift að greina markaði og hefja markaðssókn á erlendri grundu, þ.e. útbúa kynningarefni, sækja ráðstefnur og fleira.

Lesa meira

20.6.2018 : Öflugt stafrænt stoðtæki til mats á gigtarsjúkdómum - verkefni lokið

Expeda ehf. hefur lokið þróun á öflugu stafrænu stoðtæki til mats á gigtarsjúkdómum sem auðveldar og styður við greiningarferli kerfislægra sjálfsofnæmis- og gigtarsjúkdóma.

Lesa meira

19.6.2018 : Greiningar á kjarnsýrum til nota við gæðamat og greiningar samhliða krabbameinsmeðferð - verkefni lokið

Tvívíðar rafdráttargreiningar Lífeindar eru nú orðnar þekktar um allan heim og margir sem hafa sýnt því áhuga að koma tækninni upp á sinni rannsóknarstofu. Lífeind hefur lagt mikla áherslu á að vinna með vísindamönnum og fyrirtækjum að notkun tækninnar við hinar ýmsu greiningar og markaðssett fyrirtækið sem kjarnsýrugreiningarfyrirtæki.

Lesa meira

14.6.2018 : Vel heppnaður og fjölmennur vorfundur Tækniþróunarsjóðs

Vorfundur Tækniþróunarsjóðs 2018 var haldinn fimmtudaginn 7. júní í Petersen svítunni í Gamla bíói. Veðrið var frábært og tókst fundurinn mjög vel í alla staði.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica