Deed - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

7.7.2023

Hugmyndin um Deed kom til þegar stofnendur fyrirtækisins, heyrðu þá ótrúlegu staðreynd að um það bil 5% af heimsendingum á heimsvísumisheppnast við fyrstu tilraun. Þetta eru um 5 milljónir pakkar á dag, sem þarf að reyna aftur að keyra út með tilheyrandi umhverfis áhrifum.

Helstu ástæðurnar fyrir þessu eru léleg samskipti milli viðskiptavina og sendingarfyrirtækja sem stemmir af gamalli og úreltri tækni.Markmið Deed teymisins var að þróa næstu kynslóð af hraðsendingarkerfi sem getur minnkað hlutfall misheppnaðra sendinga með betri samskiptum og tækni. Í því fólst að búa til bílstjóraapp, stjórnborð og samskiptagátt fyrir viðtakendur. Deed verkefnið gekk vel og við kláruðum alla áfanga í þróun sem við ætluðum okkur að klára á tímabilinu. Við innleiddum kerfið hjá fyrsta kúnna okkar UPS Express. Það er mikill áhugi fyrir vörunni erlendis og margt bendir til þess að Deed gæti orðið leiðandi fyrirtæki í útkeyrslukerfum á heimsvísu.

Logo tækniþróunarsjóðs

Helsti afrakstur verkefnisins er um það bil 40% minnkun á misheppnuðum sendingum hjá UPS á Íslandi. Þessi aukna skilvirkni sem fæst með notkun á Deed getur auðvitað haft stór áhrif á losun sendingarfyrirtækja þegar litið er á stóru myndina. Með Deed hafa Fýluferðum fækkað og aukinn fjöldi fólks sækir sínar sendingar á valda afhendingarstaði. Þessi útfærsla af Deed er einungis byrjunin þar sem það er mikill erlendur áhugi á lausninni og þróun er enn í fullum gangi. Styrkurinn frá Tækniþróunarsjóði hjálpaði okkur að koma fyrstu útgáfu af lausninni í fulla keyrslu. Þau gögn sem hafa safnast á fyrstu mánuðunum munu hjálpa okkur sækja fleiri viðskiptavini og safna pening til þess að geta tekið fyrirtækið á næsta stig.

Helsti samstrarf aðili verkefnisins var Express ehf

HEITI VERKEFNIS: Deed

Verkefnisstjóri: Arnar Jónsson

Styrkþegi: Deed ehf.

Tegund styrks: Sproti

Fjöldi styrkára: 2

Fjárhæð styrks: 20.000.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI

Þetta vefsvæði byggir á Eplica