Tækniþróunarsjóður: mars 2022

22.3.2022 : Snjallveski og stafrænum pössum komið á íslenskan markað - verkefni lokið

Smart Solutions er íslenskt sprotafyrirtæki sem vinnur að því að þróa lausnir sem snúa að hagræðingu á þjónustu fyrirtækja, ríkis og sveitarfélaga við almenning. Verkefnið miðar að því að bjóða upp á stafræna þjónustu á formi stafrænna korta og miða sem hægt er að geyma í Apple Wallet og SmartWallet. Allt sem gamla seðlaveskið innihélt áður er nú hægt að útfæra sem stafræna passa.

Lesa meira

22.3.2022 : Vélnám við flokkun sögulegra ljósmynda - verkefni lokið

Sumarið 2020 gekk IMS til samstarfs við Tækniþróunarsjóð að fengnu vilyrði um 2ja ára Vaxtarstyrk. Tilgangurinn var að þróa nákvæm algrím til flokkunar á gömlum ljósmyndum, að nýta nýjustu tækni á sviði gervigreindar og vélarnáms til að minnka tímann og auka nákvæmni þess að flokka, votta og verðmeta ljósmyndirnar.

Lesa meira

18.3.2022 : Vendill - verkefni lokið

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið LearnCove hefur á undanförnum árum þróað alþjóðlegan fræðsluhugbúnað með stuðningi frá Tækniþróunarsjóði. Sérstaða hugbúnaðarins felst í því að skólar, fræðsluaðilar og fyrirtæki geta miðlað miðlægu efni sínu þannig að það mæti þörfum hins endanlega notanda hvort sem það er nemandi í grunnskólakerfinu, fullorðnir nemendur framhaldsfræðslu eða starfsmenn í atvinnulífinu. 

Lesa meira

16.3.2022 : Alþjóðleg markaðssetning NeckCare - verkefni lokið

Nýverið fékk NeckCare Holding ehf. styrk frá RANNÍS til alþjóðlegrar markaðsetningar á vörum sínum. Félagið hefur í hyggju að nota styrkupphæðina sem nam 10 MKR til að efla sókn sína inn á erlenda markaði. 

Lesa meira

16.3.2022 : COSEISMIQ - verkefni lokið

COSEISMIQ verkefnið var samstarfsverkefni fimm evrópskra rannsóknarstofnana og Orkuveitu Reykjavíkur. Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) voru eina íslenska stofnunin en Háskólinn í Zürich (ETHZ) leiddi verkefnið. Það snerist um að þróa aðferðir til að geta fylgst með og jafnvel haft áhrif á jarðskjálftavirkni í tengslum við vinnslu og niðurdælingu á nýttum jarðhitasvæðum.

Lesa meira

8.3.2022 : HEATSTORE - verkefni lokið

Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur undanfarin þrjú ár verið þáttakandi í HEATSTORE verkefninu sem styrkt var af Geothermica sjóðnum. Um er að ræða alþjóðlegt verkefni sem skoðaði varmageymslu neðanjarðar sem tól til þess að mæta breytingum á framboði og eftirspurn eftir orku. 

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica