Umsýsla og skýrsluskil

Greiðsla og eftirfylgni

Umsækjendur sem fá úthlutað styrk fá sendan tölvupóst þar sem fram koma þeir skilmálar sem styrkveitingunni fylgja (sjá nánar undir liðnum mats- og úthlutunarferlið). Með svari þess tölvupósts telst umsækjandi hafa samþykkt skilmálana og styrkurinn verður lagður inn á reikning viðkomandi umsækjanda.

Varðandi úthlutanir vegna 3. liðar skv.reglugerð 803/2008 skal skilað áfangaskýrslu ef sótt er um styrk úr sjóðnum að nýju áður en lokaskýrsla fyrir styrk hefur borist. 

Eignaréttur afurða

Mennta- og menningarmálaráðuneytinu er heimilt, án sérstaks endurgjalds, að gefa út og/eða birta á vefsíðu, lokaskýrslu um verkið eða hluta þess. Um notkun ráðuneytisins á öðrum gögnum og fylgiskjölum fer samkvæmt samkomulagi aðila.Þetta vefsvæði byggir á Eplica