Úthlutanir 2023

Hér má sjá stutt ágrip þeirra verkefna sem hlutu styrki úr Loftslagssjóði í mars 2023. Eingöngu var kallað efir nýsköpunarverkefnum að þessu sinni og þeim raðað í stafrófsröð eftir heiti verkefnis.

Framleiðsla á endurnýjanlegum kolefnisneikvæðum byggingarvörum með því að endurvinna gler og byggingarúrgang - Rockpore ehf.

Í verkefninu vinnum er unnið að því að koma upp endurvinnslu aðstöðu á Álfsnesi sem mun taka á móti 20.000 tonnum af íslenskum úrgangi, þá sérstaklega gler- og byggingarúrgangi og mun aðstaðan nota nýja tækni til að framleiða hágæða Rockpore fylliefni fyrir steinsteypu og önnur samsett efni. Orkugjafinn í framleiðsluna verður annaðhvort metan frá GAJA á Álfsnesi eða íslensk raforka. Með verkefninu verður þannig hægt að koma í veg fyrir urðun á 20 þúsund tonnum af steinefni og í leiðinni er glerúrgangs hringnum á Íslandi lokað. Í framtíðinni, þegar þær vörur sem innihalda Rockpore fylliefni klára líftíma sinn, verður hægt að nota þau efni aftur sem hráefni í nýja Rockpore framleiðslu og því eru um varanlega hringrásarlausn að ræða. Rockpore fylliefnin teljast sem létt fylliefni og eru því notuð í sérstakar steinsteyputegundir. Í dag er notast við þanin leirstein sem létt fylliefni og hefur framleiðsla á því fylliefni margfalt umhverfisfótspor á við Rockpore fylliefnin. Ef að 20.000 tonn af Rockpore fylliefni eru notuð í stað þanins leirsteins má koma í veg fyrir 4750 tonnum af CO2 útblæstri. Endurvinnsluferlið kemur því veg fyrir umtalsverða urðun og kolefnisútlosun. Einnig verður unnið að því í verkefninu að þróa nýja tegund af byggingarefni sem inniheldur Rockpore fylliefni og sementslaust AlSiment steinlím. Þessar steyptu einingar muna hafa innan við 15% af kolefnisfótspori sambærilegra eininga, og verða því grænustu forsteyptu einingarnar á markaði í dag.

Orkusparnaður á togveiðiskipum - Optitog ehf.

Ísland þarf að draga úr árlegri CO2 losun sinni um 1.300 kt fyrir árið 2030. "Íslensk og erlend fiskiskip kaupa olíu árlega sem nemur tæpum 170 kt af olíu, sem losar um 500 kt af CO2 árleg, sem er á ábyrð Íslands. Það væri umtalsverður ávinningur ef 2/3 hluti fiskiskipaflotans gæti dregið úr losun sinni strax um 15% án þess að draga úr veiddum afla. Það myndi jafngilda 50 kt minni losun CO2 árlega, eða tæp 4% af því sem Ísland þarf að draga úr fyrir 2030." Með því að setja stefnuvirk ljós á toghlera togveiðarfæra, þá er hægt að stækka virkt veiðsvæði þeirra, án þess að auka togmótstöðu og þannig fá meiri afla fyrir sama vélarafl. Þar sem flestar tegundir á Íslandi eru bundnar kvóta, þá leiðir þetta til færri úthaldsdaga hjá hverju togskipi eða jafnvel fækkunar í flotanum. Það væri því umtalsverður ávinningur að geta dregið úr losun þeirra og um leið aukið arðsemi veiðanna. Verkefnið dregur einnig úr botnsnertingu veiða á aflaeiningu. Optitog ehf. rekur verkefnið í samstarfi við og Hafrannsóknastofnun – rannsókna- og ráðgjafastofnunar hafs og vatna auk framsækinna íslenskra útgerða.
Kynningarmyndband 








Þetta vefsvæði byggir á Eplica