Ýmsir smærri og stærri viðburðir
skipa stóran sess í starfsemi Rannís. Þeim er m.a. ætlað að styðja við kynningarstarf á verkefnum og sjóðum sem Rannís hefur umsjón með. Einnig stendur Rannís fyrir ýmsum viðburðum eins og Rannsóknaþingi og Nýsköpunarþingi, Vísindavöku og Vísindakaffi sem m.a. er ætlað að gera áhrif þekkingarsköpunar sýnilegri í samfélaginu.
Rannís á einnig þátt í að hvetja vísinda- og fræðafólk til frekari dáða með viðurkenningum á borð við Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs í samvinnu við ráðið og Nýsköpunarverðlaun í samvinnu við Íslandsstofu, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins.