Viðburðir

Viðburðir

Viðburðir af ýmsu tagi skipa stóran sess í starfsemi Rannís. Þeim er meðal annars ætlað að styðja við kynningarstarf á verkefnum og sjóðum sem Rannís hefur umsjón með. Ennfremur stendur Rannís fyrir viðburðum sem ætlað er að 

gera áhrif þekkingarsköpunar sýnilegri í samfélaginu, má þar nefna Rannsóknaþing, Nýsköpunarþing og Vísindavöku.

Rannís á einnig þátt í að hvetja vísinda- og fræðafólk til frekari dáða með viðurkenningum á borð við Hvatningarverðlaun Rannsóknasjóðs og Nýsköpunarverðlaun Íslands í samvinnu við Íslandsstofu, Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Hugverkastofunnar. Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands eru svo árlega veitt þeim námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefnis sem styrkt var af Nýsköpunarsjóði námsmanna.

Skoða viðburðadagatal Rannís


Viðburðir

Undirkaflar

Hvatningarverðlaun

Hvatningarverðlaun Rannsóknasjóðs eru veitt vísindafólki sem snemma á ferlinum þykir hafa skarað framúr og skapi væntingar um framlag í vísindastarfi er treysti stoðir mannlífs á Íslandi.

Nánar


Nýsköpunarverðlaun Íslands

Nýsköpunarverðlaun Íslands á vegum Rannís, ÍslandsstofuNýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Hugverkastofunnar eru veitt árlega á Nýsköpunarþingi.

Nánar


Nýsköpunarþing

Nýsköpunarþing er haldið árlega í samstarfi Rannís, Íslandsstofu, Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Hugverkastofunnar

Nánar


Rannsóknaþing

Rannís skipuleggur Rannsóknaþing í samstarfi Rannsóknasjóð við þar sem tekin eru fyrir stefnumál á sviði rannsókna á Íslandi.

Nánar








Þetta vefsvæði byggir á Eplica