Viðburðir

Viðburðir og viðurkenningar

skipa stóran sess í starfsemi Rannís. Til að styðja við kynningarstarf á rannsóknum og nýsköpun, menntun og menningu, auk þess að gera áhrif þekkingarsköpunar sýnileg, stendur Rannís fyrir ýmsum viðburðum eins og Rannsóknaþingi og Nýsköpunarþingi, ýmsum að ógleymdri Vísindavöku og Vísindakaffi.

Rannís á einnig þátt í að hvetja vísinda- og fræðafólk til frekari dáða með viðurkenningum á borð við Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs í samvinnu við ráðið og Nýsköpunarverðlaun í samvinnu við Íslandsstofu, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins.

Á vefstofu Rannís má fylgjast með ákveðnum kynningum og viðburðum í beinni á netinu.


Viðburðir
Hvatningarverðlaun V&T Nýsköpunarverðlaun Íslands

Vísindavaka

Vísindavaka Rannís er viðburður þar sem almenningi gefst kostur á að hitta vísindamenn á öllum fræðasviðum og kynnast viðfangsefnum þeirra. Vísindavaka er haldin um alla Evrópu undir heitinu Researchers' Night.

Haustþing Rannsóknaþing NýsköpunarþingVaxtarsprotinn

Undirkaflar

Hvatningarverðlaun

Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs eru veitt vísindamanni sem snemma á ferlinum þykir hafa skarað framúr og skapi væntingar um framlag í vísindastarfi er treysti stoðir mannlífs á Íslandi.

Nánar


Nýsköpunarverðlaun Íslands

Nýsköpunarverðlaun Íslands á vegum Rannís, Íslandsstofu, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins eru veitt árlega á Nýsköpunarþingi.

Nánar


Nýsköpunarþing

Nýsköpunarþing er haldið árlega í samstarfi Rannís, Íslandsstofu, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins.

Nánar


Árleg þing Rannís

Rannís skipuleggur Rannsóknaþing í samstarfi við Vísinda- og tækniráð þar sem tekin eru fyrir stefnumál á sviði rannsókna og nýsköpunar og Haustþing þar sem tekin eru fyrir mál sem eru í umræðunni á fagsviðum Rannís.

Nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica