Tækniþróunarsjóður

4.12.2020 : Blueteeth - verkefni lokið

Lokið er íslenska hluta verkefnisins „BLUETEETH” sem styrkt hefur verið af Tækniþróunarsjóði. BLUETEETH er samstarfsverkefni á vegum Marine Biotech ERA-NET sem Tækniþróunarsjóður tekur þátt í ásamt öðrum evrópskum rannsóknasjóðum. 

Lesa meira

3.12.2020 : Binding úrgangsefna með umhverfisvænu sementslausu steinlími - verkefni lokið

Markmið verkefnisins var að þróa tækni til að binda úrgangsefni sem falla til í íslenskri stóriðju, með umhverfisvænu sementslausu steinlími sem gæti orðið arftaki sements.

Lesa meira

17.11.2020 : Þróun titringsbeltis til að miðla upplýsingum - verkefni lokið

Agado ehf hefur lokið verkefninu „Þróun titringsbeltis til að miðla upplýsingum“. Í verkefninu var þróaður titringsbúnaður sem miðlar upplýsingum til notanda með titringi. 

Lesa meira

6.11.2020 : Virkni nýrra lyfjaafleiða gegn lungnasjúkdómum - verkefni lokið

EpiEndo hefur þróað og fengið einkaleyfi fyrir lyfjaafleiðum af þekktu sýklalyfi sem áður hefur verið sýnt fram á að hafi þekjustyrkjandi áhrif. 

Lesa meira

5.11.2020 : Styrkir úr Samstarfssjóði við atvinnulífið um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Tækniþróunarsjóður vekur athygli á styrkjum sem utanríkisráðuneytið veitir íslenskum fyrirtækjum sem vilja leggja sitt af mörkum til að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni. Um er að ræða stóra verkefnastyrki allt að 200.000 evrur til allt að þriggja ára. Einnig eru smærri forkönnunarstyrkir í boði til að móta hugmyndir sem gætu leitt til stærri þróunarverkefna.

Lesa meira

Fleiri fréttir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica