Umsóknir og eyðublöð

Auglýst er eftir umsóknum um styrki einu sinni á ári. Stjórn þróunarsjóðs námsgagna hefur ákveðið að hækka styrkupphæðir sjóðsins frá og með úthlutunarlotu ársins 2018. Nú er hægt að sækja um styrk að hámarki 2,0 milljónir króna.  Umsóknareyðublað sjóðsins eru á rafrænu formi. Til þess að nálgast umsóknareyðublaðið þarf að tengjast umsóknarkerfi Rannís


Í umsókn skal eftirtalið koma fram:


  1. almennar upplýsingar um umsækjanda, nafn verkefnisstjóra og annarra þátttakenda,og samstarfsaðila, ef einhverjir eru;
  2. upplýsingar um menntun og fræðilegan bakgrunn umsækjanda og upplýsingar um fyrri verk á sviði námsgagnagerðar;
  3. hnitmiðuð lýsing á verkefninu, markmiðum þess og þýðingu;
  4. tímaáætlun og lýsing á aðstöðu þátttakenda til að vinna verkefnið;
  5. hvernig staðið verði að stjórnun verkefnis;
  6. upplýsingar um nýnæmi og gildi verkefnis og stöðu þekkingar á viðfangsefninu, þ. á m. hvers er vænst að verkefnið muni bæta við þá þekkingu;
  7. verkáætlun, lýsing á aðferðafræði, áfangaskiptingu og helstu verkþáttum;
  8. greinargóðar upplýsingar um áætlaðan kostnað við verkefnið;
  9. hvernig staðið verði að bókhaldsumsjón með verkefninu;
  10. upplýsingar um hvort sótt hafi verið um aðra styrki fyrir sömu umsókn. 

Kostnaðaráætlun

Mikilvægt er að hafa í huga að við gerð kostnaðaráætlunar í eyðublaði að átt er við
heildarkostnað verkefnisins. Tilgreina þarf fjármögnun á móti styrknum sem sótt er um til
þróunarsjóðs námsgagna. Ef sótt er um styrk eða framlög til annarra skal tilgreina það í
umsókn.
 
Að jafnaði eru kaup á tækjum eða hugbúnaði ekki styrkhæfur kostnaður. Við útreikninga á
launakostnaði (þ.m.t. launatengd gjöld) skal að hámarki taka mið af áætluðum
lektorslaunum sem eru 550 þúsund krónur á mánuði.
 
Mikilvægt er að fara vel yfir kostnaðaryfirlit áður en umsókn er send inn. 

Áfangaskýrsla

Áfangaskýrslu skal skilað ef sótt er um styrk úr sjóðnum að nýju áður en lokaskýrsla fyrir áður veittan styrk hefur borist.Þetta vefsvæði byggir á Eplica