Stjórn

Stjórn og skipulag

Ráðherra skipar bókasafnaráð til fjögurra ára í senn. Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök forstöðumanna almenningsbókasafna tilnefna hvort sinn fulltrúa í ráðið, Upplýsing, félag bókasafns- og upplýsingafræða, tilnefnir tvo fulltrúa ólíkra flokka bókasafna, og einn fulltrúi er skipaður án tilnefningar. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Ekki er heimilt að skipa sama mann aðalfulltrúa í bókasafnaráði lengur en tvö samfelld starfstímabil.

Ráðherra skipar formann og varaformann úr hópi stjórnarmanna.

Landsbókavörður og forstöðumaður Hljóðbókasafns Íslands sitja fundi bókasafnaráðs með málfrelsi og tillögurétt.

Bókasafnaráð setur bókasafnasjóði úthlutunarreglur sem ráðherra staðfestir.

Bókasafnaráð 2017 - 2021

Nefndarmenn

  • Linda Hrönn Þórisdóttir formaður, skipuð án tilnefningar, 
  • Sigrún Blöndal varaformaður skipuð samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga 
  • Óskar Guðjónsson skipaður samkvæmt tilnefningu Samtaka forstöðumanna almenningsbókasafna, 
  • Viggó Kristinn Gíslason skipaður samkvæmt tilnefningu Upplýsingar, félags bókasafns- og upplýsingafræða, 
  • Siggerður Ólöf Sigurðardóttir skipuð samkvæmt tilnefningu Upplýsingar, félags bókasafns- og upplýsingafræða. 

Varamenn:

  • Hólmkell Hreinsson skipaður án tilnefningar, 
  • Njörður Sigurðsson skipaður samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga, 
  • Pálína Magnúsdóttir skipuð samkvæmt tilnefningu Samtaka forstöðumanna almenningsbókasafna, 
  • Margrét Sigurgeirsdóttir skipuð samkvæmt tilnefningu Upplýsingar, félags bókasafns- og upplýsingafræða, 
  • Óli Gneisti Sóleyjarson skipaður samkvæmt tilnefningu Upplýsingar, félags bókasafns- og upplýsingafræða.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica