Þveráætlun

Cross Sectoral

Fyrir hverja?

Sameiginlegar áskoranir og tækifæri fyrir menningu og skapandi greinar.

Til hvers?

 • Stuðningur við fréttamiðlun, sem er nýtt í áætluninni, með áherslu á fjölmiðlalæsi, fjölhyggju og fjölmiðlafrelsi.
 • Þverþjóðlegt samstarf í stefnumótun, með það að markmiði að bætta þekkingu á áætluninni og dreifingu niðurstaðna.
 • Nýsköpunarstofur (Creative innovation labs) en þeim er ætlað að koma á framfæri nýjungum í efnisvali, bæta aðgengi, stuðla að dreifingu og styðja við markaðssetningu og kynningu þvert á svið skapandi greina og menningar.

Umsóknarfrestur

Í umsóknargátt ESB er hægt að sjá alla umsóknarfresti og nálgast umsóknargögn. 

Hvað er styrkt?

 • Þverfagleg verkefni sem ná yfir öll svið menningar og skapandi greina.
  Þverþjóðlegt samstarf í stefnumótun: ætlað til að bættrar þekkingar á áætluninni og aðgengileg framsetning og dreifing niðurstaðna.

 • Nýsköpunarstofur: koma á framfæri nýjungum í efnisvali, aðgengi, dreifingu, markaðssetningu og kynningu, þvert á svið skapandi greina og menningar.

 • Fréttamiðlar: stuðningur við fjölmiðlalæsi, vandaða fréttamiðlun, fjölmiðlafrelsi og fjölhyggju.

 • Evrópsk samvinna: samstarfsverkefni, netverk, dreifingu verka og nýsköpun á sviði menningar og skapandi greina.

 • Sérsniðnir fagstyrkir: styrkir til tónlistar, bókmennta, byggingarlistar, menningararfs, hönnunar, tísku og menningartengdrar ferðaþjónustu o.fl.

Sértækar aðgerðir

 • Evrópsku menningar­arfs­verðlaunin, Evrópsku bókmenntaverðlaunin og Evrópskar menningar­borgir.

 • Tónlist: Byggt á fyrri aðgerðum 2018-20 og einnig með faraldurinn í huga og áhrifum hans á tónlistargeirann. Stuðningur við fagfólk í tónlist í sköpun, kynningu, dreifingu og tekjuöflun. Dreifing tónlistar yfir evrópsk landamæri og víðar.
 • Byggingarlist: Stuðningur við evrópska arkitekta í samstarfi, samskiptum og miðlun til almennings og fagfólks í hönnun, skipulagi og verktakavinnu. Innleiðing á evrópskum „grænum lausnum“ og meginreglum og venjum New European Bauhaus stefnunnar.
 • Alþjóðavæðing starfa í greininni studd.
 • Menningararfur: Fagfólk er styrkt til að miðla og kynna menningararf. Koma á tengslum við almenning og hagsmunaaðila. Ný tækni og stafrænar aðferðir nýtt til miðlunar á efni. Dreginn verði lærdómur af útgöngubanni í faraldri. Áhættustjórnun með áherslu á forvarnir og viðbúnað t.d. er varða hlýnun jarðar með grænar lausnir í huga.

Skilyrði úthlutunar

Aðeins lögaðilar sem hafa starfað í minnst 1 ár geta sótt um og ekki er um neina styrki að ræða til einstaklinga.

Ítarlegri upplýsingar

Allar nánari upplýsingar um þveráætlun Creative Europe er hægt að nálgast á miðlægri vefsíðu áætlunarinnar.  
Þetta vefsvæði byggir á Eplica