Evrópumerkið / European Language Label

Fyrir hverja?

Fyrir tungumálakennara og / eða aðra sem koma að nýsköpun og tækniþróun tungumálakennslu.

Til hvers?

Menntamálaráðuneytið og Rannís veita viðurkenningu fyrir nýbreytniverkefni á sviði tungumálanáms og kennslu. Tilbúin tungumálaverkefni geta sóst eftir Evrópumerkinu sem er gæðastimpill á verkefnið.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er annað hvert ár. Síðasti umsóknarfrestur um Evrópumerkið var 15. september 2017.


Um Evrópumerkið (European Language Label)

Menntamálaráðuneyti tekur þátt í samstarfi á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um European Language Label eða Evrópumerkið, sem er viðurkenning fyrir nýbreytniverkefni á sviði tungumálanáms og kennslu. Veiting Evrópumerkisins er í samræmi við stefnumörkun Hvítbókar Evrópusambandsins um menntamál (Teaching and Learning, Towards the Learning Society) þar sem áhersla er meðal annars lögð á mikilvægi tungumálakunnáttu fyrir íbúa í löndum Evrópusambandsins og færni í þremur tungumálum sett fram sem markmið.

Viðurkenningunni er ætlað að beina athygli að frumlegum og árangursríkum verkefnum í kennslu og námi erlendra tungumála og hvetja til þess að aðferðir sem þar er beitt, nýtist sem flestum. Lögð er áhersla á að verkefnin feli í sér nýbreytni sem aðrir geti lært af og að þau séu liður í símenntun einstaklingsins.

Þátttökulönd

Eingöngu tungumál ríkja Evrópusambandsins koma til álita við veitingu viðurkenningar fyrir verkefni. Gert er ráð fyrir að undirbúningur verkefna sem sótt er um viðurkenningu fyrir sé a.m.k. á lokastigi, en almennt er þó gengið út frá því að framkvæmd þeirra sé hafin.

Hlutverk Rannís

Veiting Evrópumerkisins er í höndum hvers þátttökulands en ákveðinni samræmingu hefur verið komið á um framkvæmd, svo sem um sameiginleg evrópsk viðmið og innlenda dómnefnd. Menntamálaráðuneytið hefur falið Rannís framkvæmd hér á landi.

Eftirfarandi forgangsatriði voru árið 2017:

  • Fjöltyngdir skólar og bekkir – Að fagna fjölbreytileika í skólanum/skólastarfi (Multilingual Schools and Classrooms: Embracing Diversity in Schools  
  • Að leggja rækt við tungumál í samfélaginu (Language-friendly society – informal language learning)

Sjá nánari lýsingu á forgangsatriðunum.


Kynningarmyndband


Nánari upplýsingar
Þetta vefsvæði byggir á Eplica