Euraxess starfatorgið

Fyrir hverja?

Vísindafólk og rannsakendur.

Til hvers?

Euraxess starfatorgið er vefgátt þar sem vísindafólk getur leitað að áhugaverðum störfum, skráð upplýsingar um sig í gagnagrunn og jafnframt nálgast hagnýtar upplýsingar um líf og störf í yfir 50 löndum.

EURAXESS-starfatorgið

Hvað er EURAXESS-starfatorgið?

Á EURAXESS-starfatorginu er hægt að leita að upplýsingum um laus rannsóknarstörf og styrki. Vísindamenn geta leitað að áhugaverðum störfum en geta einnig skráð upplýsingar um sig í gagnagrunn sem fyrirtæki og stofnanir leita í. Hér er tengill í heimasíðu Evrópska rannsóknastarfatorgsins.

EURAXESS heldur jafnframt úti upplýsingasíðum í yfir 50 löndum þar sem vísindafólk á faraldsfæti getur nálgast ýmsar hagnýtar upplýsingar um líf og störf í viðkomandi landi. 

Hlutverk Rannís

Rannís veitir erlendu vísindafólki sem hefur áhuga á rannsóknarstörfum og styrkjum á Íslandi fjölþætta þjónustu. Hér má finna upplýsingar um þjónustu EURAXESS á Íslandi.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica