Eurostars

 

Fyrir hverja? 

Eurostars er fyrir lítil og meðalstór nýsköpunarfyrirtæki (e. innovative SMEs), sem eru í alþjóðlegu samstarfi og stefna á markað.

Til hvers? 

Eurostars gerir smærri fyrirtækjum kleift að sameina og deila sérþekkingu utan landamæra.

Umsóknarfrestur

Hægt er að nálgast uppl. um opna umsóknarfresti á  vefsíð Eurostars.  

EN

Hvað er Eurostars? 

Eurostars áætlunin styður við nýstárleg lítil og meðalstór fyrirtæki og samstarfsaðila þeirra (stór fyrirtæki, háskóla og rannsóknastofnanir) með því að fjármagna alþjóðleg samstarfsverkefni til R&Þ og nýsköpunarverkefna. Með þátttöku geta samtök frá 37 löndum fengið aðgang að opinberu fjármagni til alþjóðlegra rannsókna- og þróunarverkefna á öllum sviðum.

Hvert er markmiðið? 

Markmið Eurostars er að styðja við góðar hugmyndir í nýsköpun og þurfa umsóknir ekki að falla að fyrirfram ákveðnu efni. Eurostars starfar þannig  „bottom-up“.

Hámarksstyrkur: 

Allt að 45 milljónir króna samanlagt á þremur árum, þó ekki meira en 30 milljónir króna á tveimur árum eða 15 milljónir króna á einu ári.

Hámarkslengd verkefnis: 

Hámarkslengd verkefna er þrjú ár.

Skilyrði úthlutunar

Lítil og meðalstór fyrirtæki eru aðalumsækjendur (með 50% af verkefninu) en stór fyrirtæki og stofnanir geta verið samstarfsaðilar. Sjá nánar Eligibility Guidelines á vef Eurostars.

Hlutverk Rannís: 

National Project Coordinator (NPC) hjá Rannís veitir upplýsingar og aðstoð við umsókn. Sjá upplýsingar um tengiliði hjá Rannís hér til hægri. Íslensk þátttaka er fjármögnuð með framlagi frá Tækniþróunarsjóði sem rekinn er af Rannís.

Eurostars_eureka_eu_logos-ese-fundingbodies

Nánari upplýsingar
Þetta vefsvæði byggir á Eplica