Tölfræði og ársskýrslur

Stuðningur við útgáfu bóka á íslensku – 78 milljónir endurgreiddar á árinu 2019

Lög um tímabundinn stuðning við útgáfu bóka á íslensku tóku gildi 1. janúar 2019 og samkvæmt þeim eiga útgefendur rétt á endurgreiðslu á 25% á hluta kostnaðar vegna bóka sem útgefnar eru frá þeim degi.

Við skoðun á ársuppgjöri þetta fyrsta stuðningsár er mikilvægt að hafa í huga að aðeins hluti bókaútgáfu ársins 2019 er komin fram í kerfinu. Útgefendur hafa níu mánuði frá útgáfudegi til að sækja um endurgreiðslu kostnaðar og því vantar enn meginþorra bóka sem voru útgefnar eftir mitt ár 2019; þar með talda alla „jólabókaútgáfuna".

Á árinu voru afgreiddar 266 umsóknir, en hver umsókn gat innihaldið fleira en eitt útgáfuform fyrir sama verkið (t.d. kilja, hljóðbók og rafbók). Heildarkostnaður þessa umsókna sem taldist endurgreiðsluhæfur var rétt tæpar 312 m.kr. og var fjórðungshlutur endurgreiddur til útgefenda alls 78 m.kr.

Á meðfylgjandi yfirliti má sjá niðurbrot eftir útgáfuformi sem og kostnaðarliðum ýmis konar. Af einstökum kostnaðarliðum sést að prentun vegur þyngst (23,6%) og þar á eftir koma ritstjórnarvinna (15,6%), þýðing (15,5%), hljóðupptaka (12,6%), höfundarlaun (11,4%) og auglýsingar/markaðskostnaður (10%).Þetta vefsvæði byggir á Eplica