Umsóknir í COST verkefni

Umsóknin er í formi bréfs þar sem óskað er eftir aðkomu að ákveðnu verkefni:

Sækja sniðmát fyrir umsókn 

Eftirfarandi upplýsingar skulu koma fram í bréfinu. 

  1. Tilgreina númer og heiti COST verkefnis og nöfn á forsvarsmönnum verkefnisins.
  2. Hvers vegna þátttaka í verkefninu er mikilvæg fyrir íslenska þátttakendur.
  3. Stutt lýsing á rannsóknum umsækjenda á viðkomandi sviði.
  4. Nöfn, stofnun, tölvupóstfang  fyrir þá aðila sem verða íslenskir fulltrúar í verkefninu.
    1.  Ath. Aðeins tveir íslenskir fulltrúar eru tilnefndir í hvert COST verkefni og má tilnefna fjóra varamenn.
  5. Yfirmaður stofnunar/fyrirtækis/deildar skal undirrita bréfið.
  6. CV á ensku eða íslensku fyrir tilvonandi fulltrúa.

Sendið ofangreind skjöl sem viðhengi í tölvupósti til Sigrúnar Ólafsdóttur.

Fyrstu 12 mánuðina, eftir að verkefni hefst, er það öllum opið.

Nánari upplýsingar


Þetta vefsvæði byggir á Eplica