Umsóknir í samþykkt COST verkefni

Hér er um að ræða umsóknir í samþykkt COST verkefni. Upplýsingar um að skrifa COST umsókn frá grunni má finna á vef COST áætlunarinnar. Þar má einnig finna auglýsingar um opna umsóknarfresti.


Umsókn í samþykkt COST verkefni

Ár hvert er samþykktur ákveðinn fjöldi umsókna í COST áætlunina. Í kjölfarið er birtur listi yfir samþykktar umsóknir og gefst þá vísindamönnum um alla Evrópu tækifæri til að taka þátt í þessum verkefnum ef þau falla að þeirra fræðasviðum. Valdir eru að hámarki tveir fulltrúar frá hverju landi og gerast þeir stjórnarmeðlimir verkefnisins (management committee). Stjórnarmeðlimir funda tvisvar á ári víðsvegar um Evrópu og taka þátt í að fylgja eftir framkvæmd og stefnu verkefnisins. 

COST verkefni standa yfir í um fjögur ár. Fyrstu 12 mánuðina eftir að verkefni hefst er það öllum opið. Eftir að 12 mánuðir eru liðnir frá upphafi þess, þarf sérstakt samþykki frá stjórn verkefnisins til að taka þátt. Það er mælt með því að reyna að taka þátt í verkefni frá upphafi þess.

Viljir þú taka þátt í COST verkefni skaltu sækja um beint til Rannís í formi bréfs þar sem óskað er eftir aðkomu að ákveðnu verkefni:


Sækja sniðmát fyrir umsókn 

Eftirfarandi upplýsingar skulu koma fram í bréfinu

 1. Tilgreina númer og heiti COST verkefnis. 
 2. Hvers vegna þátttaka í verkefninu er mikilvæg fyrir íslenska þátttakendur. 
 3. Stutt lýsing á rannsóknum umsækjenda á viðkomandi sviði. 
 4. Nöfn, kennitala, stofnun og netfang  fyrir þá aðila sem verða íslenskir fulltrúar í verkefninu. 
  1. Ath. Aðeins tveir íslenskir fulltrúar eru tilnefndir í hvert COST verkefni.
 5. Yfirmaður stofnunar/fyrirtækis/deildar skal undirrita bréfið
 6. CV á ensku eða íslensku fyrir tilvonandi fulltrúa.

Sendið ofangreind skjöl sem viðhengi í tölvupósti til Bylgju Valtýsdóttur.

Hvernig eru íslenskir umsækjendur metnir?

Við mat á umsóknum vegna þátttöku í COST verkefnum er gengið út frá fjórum meginatriðum:

 1. Þátttakandi var meðumsækjandi í COST verkefninu.
 2. Tími umsóknarskila: fyrstur kemur, fyrstur fær.
 3. Ferilskrá (CV) og sérþekking umsækjanda á viðfangsefni þess COST verkefnis sem sótt er um að taka þátt í.
 4. Umsókn rími við almenna markmiðasetninguCOST áætlunarinnar. 
 5. Tekið er mið af dreifingu milli stofnana hérlendis sem og dreifingu á milli þátttakenda (svo sem, er þátttakandi í fleiri en einu COST verkefni).


Nánari upplýsingar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica