Ár hvert er samþykktur ákveðinn fjöldi umsókna í COST áætlunina. Í kjölfarið er birtur listi yfir samþykktar umsóknir og gefst þá vísindamönnum um alla Evrópu tækifæri til að taka þátt í þessum verkefnum ef þau falla að þeirra fræðasviðum. Valdir eru að hámarki tveir fulltrúar frá hverju landi og gerast þeir stjórnarmeðlimir verkefnisins (management committee). Stjórnarmeðlimir funda tvisvar á ári víðsvegar um Evrópu og taka þátt í að fylgja eftir framkvæmd og stefnu verkefnisins.
COST verkefni standa yfir í um fjögur ár. Fyrstu 12 mánuðina eftir að verkefni hefst er það öllum opið. Eftir að verkefnið er hafið þarf sérstakt samþykki frá stjórn verkefnisins til að taka þátt og hefur stjórnin allt að fjórar vikur til að samþykkja viðkomandi. Það er mælt með því að reyna að taka þátt í verkefni frá upphafi þess.
Viljir þú taka þátt í COST verkefni skaltu sækja um beint til Rannís í formi bréfs þar sem óskað er eftir aðkomu að ákveðnu verkefni:
Sendið ofangreind skjöl sem viðhengi í tölvupósti til Bylgju Valtýsdóttur.
Við mat á umsóknum vegna þátttöku í COST verkefnum er gengið út frá fjórum meginatriðum:
Tekið er mið af dreifingu milli stofnana
hérlendis sem og dreifingu á milli þátttakenda (svo sem, er þátttakandi í fleiri en einu COST
verkefni).