Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur falið Rannís að sinna fyrstu úthlutun nýs Tónlistarsjóðs fyrir hönd, og í samvinnu við, Tónlistarmiðstöð
Umsóknarfrestur: 12. desember 2023, kl 15:00
Stefnt er að því að tilkynna um fyrstu úthlutun í janúar 2024.
Hlutverk tónlistarsjóðs er að efla íslenska tónlist skv. lögum nr. 33/2023 og reglum um Tónlistarsjóð.
Í þessari fyrstu úthlutun verður hægt að sækja um verkefni sem falla undir tvær deildir skv. reglum um Tónlistarsjóð, annars vegar Lifandi flutning og hins vegar Þróun og innviði. Veittir eru bæði stakir verkefnastyrkir og langtímasamningar til tveggja eða þriggja ára. Undir Lifandi flutningi eru veittir styrkir til tónleikahalds innanlands og markaðssetningu á tónleikahaldi innanlands. Undir Þróun og innviðum er hægt að sækja um styrki fyrir tónlistarhátíðir og tónleikastaði en í þessari úthlutun verður EKKI hægt að sækja um sprotaverkefni eða viðskiptahugmyndir.
Nýr Tónlistarsjóður er í þróun og verður úthlutað samkvæmt öllum deildum er nefndar eru í lögum um Tónlistarsjóð þegar kemur að annarri úthlutun sjóðsins um mitt ár 2024.
Úthlutanir úr útflutningsdeild Tónlistarsjóðs verða í samræmi við fyrrum Útflutningssjóð ÚTÓN fram í maí 2024, með mánaðarlegum ferðastyrkjum og einni úthlutun markaðsstyrkja í febrúar, en nánari upplýsingar verða kynntar síðar.
Einstaklingar og félög með íslenska kennitölu. Umsækjendur skrá sig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum.
Umsóknum skal skilað í gegnum rafrænt umsóknarkerfi Rannís (sjá leiðbeiningar) fyrir lok umsóknarfrests. Styrkir úr tónlistarsjóði skulu veittir til ákveðinna verkefna. Hægt er að sækja um fyrir verkefni sem hefjast innan 18 mánaða eftir að úthlutun fer fram.
Hafi umsækjandi þegið styrk úr Tónlistarsjóði þarf að liggja fyrir greinargerð um framkvæmd fyrra verkefnis til að ný umsókn komi til greina, það sama á við um verk í vinnslu þá skal umsækjandi skila inn greinargerð um stöðu verksins.
Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur falið Rannís að sinna fyrstu úthlutun Tónlistarsjóðs fyrir hönd, og í samvinnu við, Tónlistarmiðstöð
verkefni og umsóknir skal senda á styrkir(hja)icelandmusic.is
umsóknarkerfi skal senda á tonlistarsjodur(hja)rannis.is