Nýsköpunarþing 2016

Nýsköpunarþing 2016 verður haldið að Grand hótel Reykjavik, fimmtudaginn 7. apríl kl. 8:30-11:00. Nýsköpunarverðlaun Íslands 2016 verða afhent á þinginu.

Yfirskrift þingsins að þessu sinni er: Nýsköpun í starfandi fyrir­tækjum - Tæki­færi í samvinnu?

 

 

 


Dagskrá:

 • Ávarp. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
 • Vísindin vekja viðskiptin. Erna Sif Arnardóttir, PhD, forstöðumaður svefnmælinga, LSH og
  Sveinbjörn Höskuldsson, þróunarstjóri, Nox Medical.
 • Að leysa úr álinu. Karl Ágúst Matthíasson, stofnandi og eigandi DTE og Gauti
  Höskuldsson, framkvæmdastjóri kerskála, Norðurál.
 • Jarðhiti í lykilhlutverki. Valdimar Hafsteinsson forstjóri, Kjörís og Sören Rosenkilde, eigandi
  og stofnandi Norðursalt.
 • Fljúgandi start. Svavar Svavarsson, deildarstjóri viðskiptaþróunar, HB Grandi og Helgi
  Hjálmarsson, framkvæmdastjóri, Valka.
 • Pallborðsumræður.
 • Tónlistaratriði. Glowie.
 • Nýsköpunarverðlaun Íslands 2016 afhent.

Fundarstjóri er Sigríður Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem mun einnig stýra pallborðsumræðum ásamt Helgu Valfells, framkvæmdastjóra Nýsköpunarsjóðs.

Húsið opnar klukkan 8:00 með morgunverði. 

Skráning á http://www.nmi.is/um-okkur/vidburdir/nyskoepunarthing-2015/ eða í síma 522-9000

Sækja dagskrá í pdf
Þetta vefsvæði byggir á Eplica