Fyrir hverja?
Einstaklinga, fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök.
Til hvers?
Tilgangur Jafnréttissjóðs Íslands (e. The Icelandic Gender Equality Fund) er að styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að efla jafnrétti kynjanna.
Umsóknarfrestur:
29. apríl 2021, kl. 15:00
Tilgangur Jafnréttissjóðs Íslands er að fjármagna eða styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að stuðla að jafnrétti kynjanna í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu.
Tilgreint er í fjármálaáætlun hvaða ár úthlutun eigi að fara fram á hverju fimm ára tímabili en gert er ráð fyrir úthlutun á tveggja ára fresti.
Jafnréttissjóður Íslands nýtur framlaga af fjárlögum. Árið 2021 hefur sjóðurinn 30 m.kr. til ráðstöfunar. Úthlutað verður næst úr sjóðnum 18. júní 2021.
Einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök.
Umsóknum í sjóðinn skal skila inn í gegnum rafrænt umsóknarkerfi Rannís. Umsóknum má skila á íslensku og ensku.
Sjóðurinn starfar samkvæmt reglum um úthlutun styrkja úr Jafnréttissjóði Íslands nr. 144/2021
Við mat á styrkhæfi umsókna verður lagt mat á gæði verkefnis- eða rannsóknaráætlunar, þ.m.t. markmið og skipulag verkefnis, hagnýtingargildi og mikilvægi þess með tilliti til reglna og markmiða sjóðsins um að auka jafnrétti kynjanna. Í samræmi við þingsályktanir um Jafnréttissjóð Íslands leggur stjórn áherslu á að styrkja verkefni og rannsóknir sem;