Fyrir umsækjendur
Þegar sækja á um í Nordplus er að mörgu að hyggja. Hér eru nokkrar ráðleggingar sem vert er að hafa í huga. Til dæmis hefur danska landskrifstofan tekið saman góð ráð um gerð umsókna, (á ensku).
Umsóknarfrestir
Umsóknarfrestur er 1x á ári í febrúar. Nánar tiltekið fyrsta virka dag febrúar á hverju ári.
Undirbúningsstyrkir: umsóknarfrestur er 2x á ári í febrúar og október (fyrsta virka dag í febrúar og fyrsta virka dag í október
Markhópar
Nordplus skiptist í 5 undirflokka, einn fyrir hvert skólastig:
- Nordplus Junior fyrir leik-, grunn-, og framhaldsskóla
- Nordplus voksen fyrir fullorðinsfræðslustofnanir
- Nordplus hoyere utdanning fyrir stofnanir á háskólastigi
- Nordplus horizontal fyrir samstarf þvert á skólastig
- Nordplus nordens språk verkefni fyrir þá sem vilja vinna að því að auka norrænan málskilning á öllum skólastigum
Helstu þrepin í umsóknarferlinu
Við mælum með að þú skoðir vel hvernig sækja á mig skref fyrir skref á vef Norplusonline.
Námskeið fyrir umsækjendur
Á hverju ári stendur starfsfólk Landskrifstofu Nordplus fyrir námskeiðum fyrir umsækjendur. Þessi námskeið eru auglýst á vefsíðunni, á samfélagsmiðlum og einnig eru auglýsingar um námskeið send út á póstlista Nordplus: Skrá mig á póstlista Nordplus