Fyrir umsækjendur

Umsóknir og eyðublöð

Framkvæmdaskrifstofa mennta- og menningarmála í Brussel auglýsir reglulega eftir umsóknum í kvikmynda- og menningaráætlun ESB á heimasíðu sinni. Ítarlegar upplýsingar um umsóknarferli hvers flokks eru birtar með hverri auglýsingu.

Við ráðleggjum umsækjendum að byrja umsóknarferlið í tíma. Ekki hika við að hafa samband við okkur ef þú hefur einhverjar spurningar.

Einnig bendum við á þjónustuborð Creative Europe, sérstaklega ef tæknilegir örðugleikar koma upp við innsendingu umsóknar. Þjónustuborðið er með netfangið: eacea-helpdesk(hja)ec.europa.eu, símanúmer: +32 2 299 0705.

Umsóknarfrestir og umsóknargögn

Auglýsing um umsóknarfresti hefur verið birt í umsóknargátt ESB. Allir umsóknafrestir í Creative Europe (MEDIA og Menning) eru auglýstar á þessari síðu. Hér er einnig hægt að nálgast öll umsóknargögn í viðeigandi flokka. Til að finna umsóknarfresti t.d. í  MEDIA þarf að setja inn ofarlega til vinstri í leitarreit: Type your keywords og skrifa Creative Europe. Þá birtast öll umsóknargögn fyrri bæði MEDIA og Culture. Ef þið eruð þegar með EU login aðgang getið þið smellt á Login, efst í hægra horninu, til þess að nálgast umsóknargögnin.

Umsóknargátt ESB

EU Login aðgangur

Ef stofnunin þín er ekki með aðgang þarf að byrja á því að stofna aðgang. Þá er byrjað á því að smella á hnappinn Register, efst í hægra horninu. 

PIC-númer

PIC númer er sérlegur einkenniskóði fyrir hverja stofnun / lögaðila

Áður en sótt er um styrk í Creative Europe þarf að skrá stofnunina/lögaðilann inn í URF (Unique Registration Facility) til að sækja svokallað PIC númer. Til að hægt sé að sækja PIC númer þarf fyrst að búa til aðgang inn á vefgátt Framkvæmdastjórnar ESB, EU Login . EU Login aðgangur er síðan notaður til að skrá sig inn í kerfið þar sem PIC númerið er sótt. Athugið að við mælum með því að þessi skráning sé gerð miðlægt í stofnuninni/fyrirtækinu t.d. einhver sem tengist rekstrinum beint. Sá sem skráir PIC númer er tengiliður vegna þess og getur þurft að uppfæra upplýsingar um stofnunina/lögaðilann á komandi árum. Athugið að hægt er að búa til EU Login aðgang á netfang sem ekki er skráð á einstakling heldur t.d. á almennt netfang stofnunar/lögaðila. Með því að nota slíkan aðgang er hægt að koma í veg fyrir að aðgangur að skráningu PIC glatist við það að einstaklingur hverfi frá störfum.

Er stofnunin mín þegar með skráð PIC númer?
Þú getur flett upp hvort stofnunin þín sé þegar skráð inn í Participant Portal.

Hvernig fer ég að því að skrá stofnun/lögaðila?
Skráðu þig inn í Participant Portal með EU Login aðganginum þínum og skráðu stofnunina / lögaðilann inn í URF (Unique Registration Facility) til að sækja svokallað PIC númer. 

Leit að samstarfsaðilum

Nokkrar landskrifstofur hafa komið sér upp gagnagrunnum til að auðvelda leit að samstarfsaðilum í menningartengdum Evrópuverkefnum, sjá:

Gagnagrunnur yfir samstarfsaðila

Hægt er að skrá sig og sína stofnun, einnig er hægt að leita aðsamstarfsaðilum eftir mismunandi sviðum, t.d. dansi, leiklist, tónlist, myndlist o.s.frv.

Mats- og úthlutunarferlið

Á vegum Creative Europe áætlunarinnar starfar ein þjónustustofnun, EACEA

Starfsmenn EACEA fara fyrst yfir umsóknir til að athuga hvort þær uppfylli grundvallarskilyrði. Eftir það eru umsóknir sendar til sérfræðinga í hverjum flokki. Yfirleitt meta tveir sérfræðingar hverja umsókn en ef þeir eru ósammála er þriðji sérfræðingurinn vanalega kallaður til. Niðurstöður eru síðan bornar fyrir stjórnunarnefnd Creative Europe og eftir það þarf Evrópuþingið að samþykkja þær. Að þessu ferli loknu eru umsækjendur látnir vita og niðurstöður birtar á heimasíðu Creative Europe.

Skoða niðurstöður

Ferlið tekur yfirleitt 3-4 mánuði.

Umsýsla og skýrsluskil

Á heimasíðu framkvæmdastofnunarinnar fyrir Creative Europe er hægt er að finna rafræn gögn fyrir skil á uppgjörum fyrir þá sem fengið hafa úthlutanir úr sjóðnum.

Sækja rafræn gögn

Tíu góð ráð þegar sótt er um í menningarhluta Creative Europe

Þegar farið er af stað í evrópskt verkefni skal hafa nokkur atriði í huga, sérstaklega ef að um verkefnisstjórn er að ræða.

Sjá tíu góð ráð

Umsóknarferlið A til Ö

Hvernig á að bera sig að við að finna og sækja um styrk
Þetta vefsvæði byggir á Eplica