Stjórn

Mennta- og menningamálaráðherra skipar sjóðnum fimm manna stjórn til tveggja ára í senn. Einn stjórnarmaður er tilnefndur af Kennarasambandi Íslands, einn samkvæmt tilnefningu Bandalags íslenskra listamanna, einn samkvæmt tilnefningu Æskulýðsráðs ríkisins og tveir skipaðir af ráðherra án tilnefningar. Ráðherra skipar formann og varaformann úr hópi stjórnarmanna. Varamenn eru skipaðir með sama hætti.

 Fjárveiting sjóðsins er ákveðin á fjárlögum hvers árs. Stjórn sjóðsins auglýsir eftir umsóknum að öllu jafna að vori og er umsóknarfrestur í sjóðinn einu sinni á ári.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica