Umsýsla og skýrsluskil

  • Umsækjendur fá senda staðfestingu um styrkveitingar með tölvupósti þegar stjórn Vinnustaðanámssjóðs hefur tekið afstöðu til umsóknanna.
  • Að vinnustaðanámi eða starfsþjálfun lokinni fyllir ábyrgðaraðili vinnustaðanáms út skýrslu um nemendur í vinnustaðanámi og sendir til umsýsluaðila. Að auki sendir ábyrgðaraðili út staðfestingu þess að framvinda vinnustaðanáms hafi staðist skilyrði styrkveitingarinnar. Þegar allar nauðsynlegar upplýsingar hafa borist umsýsluaðila er styrkgreiðsla innt af hendi.
  • Rannís áskilur sér rétt til að kalla eftir frekari upplýsingum er varða faglega framkvæmd vinnustaðanámsins og verði umsækjandi uppvís að því að sinna ekki kennslu á vinnustað með fullnægjandi hætti getur viðkomandi verið krafinn um endurgreiðslu á styrkveitingum sem greiddar hafa verið.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica