Um Rannís

Hlutverk Rannís er að treysta stoðir íslensks þekkingarsamfélags með stuðningi við rannsóknir, nýsköpun, menntun og menningu. 

Rannís er náinn samstarfsaðili Vísinda- og tækniráðs og veitir faglega aðstoð við framkvæmd stefnu þess. Rannís stuðlar að þróun þekkingarsamfélagsins með rekstri samkeppnissjóða, aðstoð og kynningu á alþjóðlegum sóknarfærum og samstarfsmöguleikum auk þess að að greina og kynna áhrif rannsókna, nýsköpunar, menntunar og menningar á þjóðarhag.

Rannís heyrir undir mennta- og menningarmálaráðuneytið og starfar á grundvelli  laga um opinberan stuðning við vísindarannsóknir nr. 3/2003. Starfsfólk í lok árs 2014 var 41 einstaklingur í 40,8 stöðugildum. Forstöðumaður Rannís er  Hallgrímur Jónasson.

RA-skipurit-islStarfsemi Rannís skiptist í þrjú meginfagsvið - umsýslu sjóða, alþjóðastarf og menntunar- og menningarsvið en sameiginlegt markmið sviðanna er að efla samstarf hagsmunaaðila við undirbúning og framkvæmd opinberrar vísinda- og tæknistefnu og styðja við rannsóknir og nýsköpun, menntun, menningu og mannauð. Einnig sér Rannís um að skipuleggja mats- og greiningarstarf á áhrifum rannsókna, nýsköpunar, menntunar og menningar á íslenskt samfélag og þjóðarhag.

Markmiðin nást því aðeins að kynningarstarf á rannsóknastarfseminni sé umfangsmikið, en Rannís leggur áherslu á öfluga heimasíðu ásamt því að annast kynningu og ráðgjöf fyrir einstaklinga, stofnanir og fyrirtæki um möguleika á styrkjum og stuðla að samvinnu innan lands og utan.

Til að styðja við kynningarstarf á rannsóknum og nýsköpun og gera áhrif vísindarannsókna sýnileg, stendur Rannís fyrir ýmsum viðburðum eins og  RannsóknaþingiHaustþingi og  Nýsköpunarþingi, að ógleymdri Vísindavöku og  Vísindakaffi. Einnig á Rannís þátt í að hvetja vísindafólk til frekari dáða með viðurkenningum á borð við  Hvatningarverðlaun  Vísinda- og tækniráðs í samvinnu við ráðið og  Nýsköpunarverðlaun Íslands  í samvinnu við ÍslandsstofuNýsköpunarmiðstöð Íslands og  Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica