Enterprise Europe Network

Stuðningur við metnaðarfull fyrirtæki í nýsköpun og alþjóðlegum vexti

Fyrir hverja?

Lítil og meðalstór fyrirtæki, háskólar og opinberir aðilar geta nýtt sér þjónustu Enterprise Europe Network.

Til hvers?

Enterprise Europe Network aðstoðar fyrirtæki við sókn á nýja markaði, við nýsköpun og við leit af erlendum samstarfsaðilum. Öll þjónustan er gjaldfrjáls!

Sótt um þjónustu

Fyrirtæki geta haft samband við Enterprise Europe Network gegnum vefsíðuna een.is eða með tölvupósti:  een@een.is

Vefsíða EEN

Hvert er markmiðið?

Markmið Enterprise Europe Network er að styðja metnaðarfull fyrirtæki í nýsköpun og alþjóðlegum vexti.

Hlutverk og þjónusta

  • Hlutverk Enterprise Europe Network á Íslandi er að upplýsa, fræða og leiðbeina fyrirtækjum á Íslandi án endurgjalds varðandi tækifæri á alþjóðamarkaði.

  • Enterprise Europe Network getur aðstoðað varðandi spurningar um fjármögnun gegnum styrki ESB, lög- og reglugerðir, CE-merkingar, tolla og virðisaukaskatt á innri markaðnum ásamt öðrum málefnum tengdum alþjóðavæðingu og evrópska markaðnum.

  • Sérfræðingar Enterprise Europe Network bjóða einnig upp á nýsköpunarþjónustu sem greinir núverandi ástand og framtíðar tækifæri. Í boði eru þrjár mismunandi greiningar, með fókus á stjórnun nýsköpunar, stafræna nýsköpun og sjálfbærni.

Hlutverk Rannís

Frá og með 1. janúar 2021 fluttist umsýsla með Enterprise Europe Network á Íslandi til Rannís frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ). Þjónustan er hluti af stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi og er gjaldfrjáls.

Kynningarmyndbönd

Árangursmyndband um samstarf Hefring ehf. við Enterprise Europe Network.

Árangursmyndband um samstarf Geosilica við Enterprise Europe Network.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica