Enterprise Europe Network

Rannís er aðili að samstarfsnetinu Enterprise Europe Network ásamt Íslandsstofu  og Evrópumiðstöð Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands, sem leiðir samstarfið á Íslandi.

Hlutverk Rannís er að vera tengiliður fyrir hönd Horizon 2020 rannsókna- og nýsköpunaráætlunar ESB, til að greiða fyrir þáttttöku fyrirtækja í evrópsku rannsóknasamstarfi.

Enterprise Europe Network (EEN) hefur það að markmiði að aðstoða lítil og meðalstór fyrirtæki, rannsóknaraðila, opinberar stofnanir og háskóla við að efla samkeppnishæfni sína á alþjóðamarkaði. Starfsemi Enterprise Europe Network snýst um að efla stoðkerfi nýsköpunar sem er mikilvægt fyrir hagvöxt þjóða. Ennfremur mun ætlunin að stuðla að aukinni vitund um lög og reglugerðir Evrópusambandsins, bjóða upp á vettvang á netinu fyrir alþjóðlega samvinnu, aðstoða innlenda aðila við að taka þátt í evrópskum verkefnum og nálgast fjármagn sem og skipuleggja samvinnu milli landa. Þannig styrkir Enterprise Europe Network alþjóðlegt samstarf og aðstoðar fyrirtæki við að nýta sér tækifæri sem bjóðast innan Evrópu.

Enterprise Europe Network býður einnig upp á leit að samstarfsaðilum í gegnum gagnagrunn fyrir tækni- og viðskiptasamstarf og veitir viðskiptavinum sínum auðveldari aðgang að viðskiptaupplýsingum og styrkjamöguleikum í Evrópu.

Fyrirtæki geta einnig fengið aðstoð við að skilja evrópskar reglugerðir og lög og hvernig hægt er að nýta sem best áætlanir Evrópusambandsins.

Alls eru um 600 samstarfsaðilar í yfir 50 löndum í netverkinu og er Enterprise Europe Network því stærsta samstarfsnet sinnar tegundar vegna útbreiðslu sinnar sem og fjölbreytileika þjónustunar sem það veitir.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica