Jafnlaunastefna Rannís

  • Photo by Ishara Kasthuriarachchi from Pexels

Rannís vill vera góður og eftirsóknarverður vinnustaður þar sem jafnrétti og jöfn tækifæri eru virt. Jafnlaunastefna Rannís er hluti af mannauðsstefnu og launastefnu stofnunarinnar og kveður á um markmið og aðgerðir til að tryggja starfsfólki Rannís þau réttindi varðandi launajafnrétti sem samræmist lögum nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.

Rannís greiðir laun eftir umfangi og eðli starfa og tekur mið af þeim kröfum sem störf gera óháð kyni. Forsendur launaákvarðana eru í samræmi við launastefnu, kjara- og stofnanasamninga. Stefna Rannís er að allt starfsfólk, óháð kyni, njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn ómálefnalegur launamunur sé til staðar. Þessi sjónarmið gilda hvort sem ákvörðun varðar laun, hlunnindi, lífeyris-, orlofs-, veikindaréttindi eða réttindi sem metin verða til fjár.

                                                                                      Til þess að fylgja eftir jafnlaunastefnu Rannís skuldbindur stofnunin sig til að:

  • Innleiða, skjalfesta og viðhalda jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins íST 85:2012 og öðlast jafnlaunavottun í samræmi við lög nr. 150/2020, um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. ( eða: og öðlast vottun í samræmi við lög 56/2017 um jafnlaunavottun).
  • Framkvæma launagreiningu og kynna niðurstöður ásamt jafnlaunastefnu fyrir starfsfólki árlega.
  • Bregðast við ef kröfur staðalsins eru ekki uppfylltar, svo sem óútskýrðum kynbundnum launamun, með því að sinna stöðugum umbótum og eftirliti.
  • Framkvæma árlega innri úttekt og rýni stjórnenda þar sem jafnlaunamarkmið eru sett fram og rýnd.
  • Fylgja viðeigandi lögum, reglum, kjarasamningum og starfsmati sem í gildi eru á hverjum tíma og staðfesta árlega hlítingu þeirra.
  • Kynna jafnlaunastefnuna fyrir starfsfólki og tryggja að hún sé sé aðgengileg almenningi á ytri vef Rannís.

Jafnlaunastefna var samþykkt á fundi með stjórnendum 23. nóvember 2021.

Jafnlaunastefna Rannís (pdf)Þetta vefsvæði byggir á Eplica