Stoð 2 - Áskoranir og samkeppnishæfni

Global Challenges and European Industrial Competitiveness

Fyrir hverja?

Háskóla, stofnanir, fyrirtæki og aðra lögaðila.

Allir lögaðilar (háskólar, fyrirtæki og stofnanir) geta sótt um í áætlunina svo lengi sem viðkomandi kemur frá aðildarríki Evrópusambandsins, Íslandi, Noregi, eða öðrum ríkjum sem hafa aukaaðild að áætluninni, sjá lista. Ísland er fullgildur aðili að áætluninni og hafa íslenskir lögaðilar því jafnan rétt og aðrir innan Evrópusambandsins til að sækja um styrki.

Til hvers?

Markmiðið er að takast á við helstu áskoranir sem blasa við heiminum, efla samkeppnishæfni Evrópu sem byggir á stefnumótun ESB og markmiðum um sjálfbærni.

Stoðin býður upp á fjölmörg tækifæri fyrir háskóla, fyrirtæki og stofnanir í Evrópu til að stunda rannsóknir sem falla undir 6 skilgreinda klasa.

Vinnuáætlunir má sjá undir hverjum klasa. 

Umfang áætlunar: 52,7 milljarðar evra.

Áskoranir og samkeppnishæfni skiptist í sex klasa:

Heilbrigðisvísindi (Health) - klasi 1

Markmið klasa 1 - heilbrigðisvísindi eru meðal annars að bæta og vernda heilsu og líðan einstaklinga á öllum aldri með því að skapa nýja þekkingu, þróa nýjar lausnir og samþætta þar sem við á kynjaða sýn til að greina, koma í veg fyrir, meðhöndla og lækna sjúkdóma.

Önnur markmið eru meðal annars að þróa heilbrigðistækni, draga úr áhrifum áhættuþátta og stuðla að góðri heilsu og vellíðan almennt og á vinnustað.

Þessi klasi miðar að því að gera opinber heilbrigðiskerfi hagkvæmari, sanngjarnari og sjálfbærari. Einnig er markiðið að koma í veg fyrir og takast á við sjúkdóma er tengjast fátækt og styðja við  sjúklinga og gera þeim kleift að taka þátt eigin meðferð. 

Klasi 1 hefur skilgreint 6 áfangastaði/destinations (sjá vinnuáætlun klasa 1)

Vinnuáætlun klasa 1 - 2023-2024

Félags- og hugvísindi (Culture, Creativity and Inclusive Society) - klasi 2

Markmið klasa 2 - félags og hugvísindi er að styrkja evrópsk lýðræðisleg gildi, þar á meðal réttarríkið og grundvallarréttindi, standa vörð um menningararfleifð okkar og stuðla að félags- og efnahagslegum umbreytingum sem stuðla að inngildingu og vexti.

Klasi 2 hefur skilgreint 3 áfangastaði/destinations (sjá vinnuáætlun klasa 2)

Vinnuáætlun klasa 2 - 2023-2024

Samfélagslegt öryggi (Civil Security for Society) - klasi 3

Markmið klasans samfélagslegt öryggi er að bregðast við áskorunum sem stafa af viðvarandi öryggisógnum, þar á meðal netglæpum, sem og náttúruhamförum og hamförum af mannavöldum.

Klasi 3 hefur skilgreint 6 áfangastaði/destinations (sjá vinnuáætlun klasa 3)

Vinnuáætlun klasa 3 - 2023-2024

Stafræn tækni, iðnaður og geimur (Digital, Industry and Space) - klasi 4

Verkefni er falla undir klasa 4 - stafræn tækni, iðnað og geimur hafa það að markmiði að Evrópa móti samkeppnishæfa og áreiðanlega tækni fyrir evrópskan iðnað með alþjóðlegri forystu á lykilsviðum. Stuðli jafnframt að framleiðslu og nýtingu sem virðir þolmörk jarðarinnar og hámarki ávinninginn fyrir alla hluta evrópsks samfélag í félagslegu, efnahagslegu og svæðisbundnu samhengi.

Þetta mun byggja upp samkeppnishæfan, stafrænan, kolefnislítinn hringrásariðnað og tryggir sjálfbært framboð á hráefni, þróun á háþróuðum efnum og leggur grunn að framförum og nýsköpun sem mætir alþjóðlegum áskorunum.

Klasi 4 hefur skilgreint 6 áfangastaði/destinations (sjá vinnuáætlun klasa 4)

Vinnuáætlun klasa 4 - 2023-2024

Loftslagsmál, orka og samgöngur (Climate, Energy and Mobility) - klasi 5

Klasi 5 - loftslagsmál, orka og samgöngur miðar að því að berjast gegn loftslagsbreytingum.  Markmiðið er að skilja betur orsakir þeirra, þróun, áhættu, áhrif og tækifæri með því að gera orku- og flutningageirann loftslags- og umhverfisvænni, skilvirkari og samkeppnishæfari, snjallari, öruggari og þrautseigari.

Klasi 5 hefur skilgreint 6 áfangastaði/destinations (sjá vinnuáætlun klasa 5)

Vinnuáætlun klasa 5 - 2023-2024

Fæðuöryggi, lífhagkerfið, náttúruauðlindir, landbúnaður og umhverfismál (Food, Bioeconomy, Natural Resources, Agriculture and Environment) - klasi 6

Klasi 6 - fæðuöryggi, lífhagkerfið, náttúruauðlindir, landbúnaður og umhverfismál miðar að því að draga úr umhverfisspjöllum, stöðva og snúa við hnignun líffræðilegs fjölbreytileika á landi, vötnum og sjó. Fara betur með náttúruauðlindir með breytingum á efnahagslífi og samfélagi í þéttbýli og dreifbýli.

Klasi 6 hefur skilgreint 7 áfangastaði/destinations (sjá vinnuáætlun klasa 6)

Vinnuáætlun klasa 6 - 2023-2024


Sameiginleg rannsóknamiðstöð klasanna

Klasarnir sex deila sameiginlegri rannsóknamiðstöð: 

Non-nuclear direct actions of the Joint Research Centre

Kynningarmyndband á verkefninu Íslenska djúpborunarverkefnið

Í myndbandinu er kynnt verkefnið Íslenska djúpborunarverkefnið sem hlaut styrk úr Horizon2020 rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB og stóð yfir til 2020.

Hverjir geta sótt um?

Allir lögaðilar (fyrirtæki, stofnanir og háskólar) geta sótt um í áætlunina svo lengi sem viðkomandi aðili kemur frá aðildarríki Evrópusambandsins, Íslandi, Noregi og Lichtenstein, sjá lista. Ísland er fullgildur aðili að áætluninni og hafa íslenskir aðilar því jafnan rétt og aðilar innan Evrópusambandsins til að sækja um styrki.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica