Evrópurútan - á ferð um landið
Í tilefni þess að 30 ár eru síðan að samningur um Evrópska efnahagssvæðisins (EES) tók gildi, og veitti Íslandi aðgang að auknum tækifærum til samstarfs í Evrópu, mun Evrópurútan fara hringinn um landið í september þar sem vakin verður athygli á árangri af Evrópuverkefnum í heimabyggð og tækifærum til framtíðar í alþjóðasamstarfi.
Um er að ræða kynningu á samstarfsáætlunum ESB á sviði menntunar, menningar, rannsókna, nýsköpunar og æskulýðsstarfs, mun Evrópurútan hitta fjölbreytta markhópa á hverjum viðkomustað.
Evrópurútan er skipulögð af Rannís sem hefur umsjón með öllum helstu samstarfsáætlunum á sviði menntunar, menningar, rannsókna, nýsköpunar, umhverfismála, stafrænnar færni og fyrirtækjasamstarfs, auk norræns samstarfs og mun á hringferð sinni um landið veita upplýsingar um:
- Erasmus+
Horizon Europe
- Creative Europe
- European Solidary Corps
- Enterprise Europe Network
- Digital Europe
- LIFE
- Nordplus
Óhætt er að segja að evrópsk tækifæri hafi verið nýtt vel hér á landi og haft víðtæk áhrif á samfélagið og viljum við tryggja að þær nýtist í öllum byggðum landsins með sínar fjölbreyttu þarfir og styrkleika.
Aðgangur að viðburðum Evrópurútunnar er ókeypis og öll hjartanlega velkomin!
Óskað er eftir skráningu á viðburðina fyrir áætlun veitinga á hverjum stað fyrir sig
Skráning á viðburð EvrópurútunnarHér má sjá viðkomustaði Evrópurútunnar í september ásamt dagssetningum.
Dagsetning | Tími | Staðsetning | fundarstaður | Viðburður |
---|---|---|---|---|
Mánudagur 16. sept. | 10:00 - 12:00 | Akranes | Breið Þróunarfélag, Bárugata 8-10 | |
Mánudagur 16. sept. | 16:00 - 18:00 | Blönduós | Félagsheimilið Blönduósi, Húnabraut 6 | |
Þriðjudagur 17. sept. | 11:00 - 13:00 | Sauðárkrókur | Kaffi Krókur - neðri hæð, Aðalgata 16 | |
Þriðjudagur 17. sept. | 16:00 - 18:00 | Akureyri | Menningarhúsið Hof - Hamrar, Strandgata 12 | |
Miðvikudagur 18. sept. | 15:00 - 17:00 | Reyðarfjörður | Fróðleiksmolinn, Búðareyri 1 | |
Fimmtudagur 19. sept. | 15:00 - 17:00 | Höfn í Hornafirði | Nýheimar þekkingarsetur, Litlubrú 2 | |
Föstudagur 20. sept. | 13:00 - 14:30 | Vík í Mýrdal | Kötlusetur - Upplýsingamiðstöð, Víkurbraut | |
Mánudagur 23. sept. | 14:00 - 15:30 | Þórshöfn | Holtið - Kitchen, Langanesvegur 16 | |
Þriðjudagur 24. sept. | 14:00 - 16:00 | Ísafjörður | Vestfjarðastofa Suðurgata 12 | |
Miðvikudagur 25. sept. | 14:00 - 16:00 | Reykjanesbær | Fjörheimar, Hafnargata 88 | |
Fimmtudagur 26. sept | 14:00 - 16:00 | Selfoss | Tryggvaskáli, Tryggvatorg |