Umsóknir
Auglýst er eftir umsóknum um styrki einu sinni á ári. Umsóknareyðublað sjóðsins eru á rafrænu formi. Til þess að nálgast umsóknareyðublaðið þarf að tengjast umsóknarkerfi Rannís.
Áherslusvið sjóðsins árið 2022
- Virkt nemendalýðræði
- Gagnrýnin hugsun, sköpun og skilningur með áherslu á læsi
- Nemendur með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn
Fjárhagsáætlun
Mikilvægt er að hafa í huga við gerð fjárhagsáætlunar í umsóknarformi (hluti „3. Kostnaður og fjármögnun“ að átt er við heildarkostnað (t.d. eigið framlag í formi vinnu) og fjármögnun verkefnisins. Tilgreina þarf fjármögnun á móti styrknum (t.d. eigið framlag í formi vinnu) sem sótt er um til Sprotasjóðs. Ef sótt er um styrk eða framlög til annarra skal tilgreina það í
umsókn.
Að jafnaði eru kaup á tækjum eða hugbúnaði ekki styrkhæfur kostnaður. Við útreikninga á
launakostnaði (þ.m.t. launatengd gjöld) skal að hámarki taka mið af áætluðum
lektorslaunum sem eru 550 þúsund krónur á mánuði.
Mikilvægt er að fara vel yfir kostnaðaryfirlit áður en umsókn er send inn. Umsótt upphæð í sjóðinn kemur fram á síðu „5. Skoða og skila inn“ í umsókn.