Umsóknir

Reglur um umsóknir:

  1. Um allar umsóknir skal ríkja trúnaður 
  2. Fjalla skal um allar umsóknir á jafnréttisrundvelli. Stjórnarmaður sem hefur einhver tengsl við umsækjendur/umsókn/ir skal sitja hjá við yfirferð þeirra 
  3. Afgreiðsla umsókna fer fram samkvæmt ákveðnu verkferli Sprotasjóðs 
  4. Starfsmaður sjóðsins sér um gerðsamninga við alla þá sem úthlutun hafa hlotið ásamt því að sjá um formleg samskipti milli styrkþega og Sprotasjóðs. Þegar úthlutaðurstyrkur er umtalsvert lægri en styrkbeiðni er fylgt ákveðnu verklagi Sprotasjóðs til að kanna möguleg áhrif á framkvæmd þróunarverkefnis. 

Fyrirkomulag vegna skerðingar á styrk: 

  1. Fái verkefni úthlutað helmingi umbeðinnar styrkupphæðar eða minna þurfa umsækjendur að skila nýrri verkáætlun til umsýsluaðila Sprotasjóðs og gera grein fyrir þeim áhrifum sem það mun hafa á framkvæmd verkefnisins. 
  2. Fái verkefni úthlutað 51-75% umbeðinnar styrkupphæðar hefur umsýsluaðili Sprotasjóðs samband við umsækjendur til að ræða áhrif þess á framkvæmd verkefnisins. Meti umsækjendur áhrifin umtalsverð skila þeir inn nýrri verkáætlun ásamt greinagerð. Að öðrum kosti er gert ráð fyrir að verkefnið geti haldið upphaflegri verkáætlun. 
  3. Fái verkefni úthlutað yfir 75% af þeirri upphæð sem sótt er um gerir sjóðsstjórn ráð fyrir því að verkefnið geti haldið upphaflegri verkáætlun.Þetta vefsvæði byggir á Eplica