Fréttir

ING_19061_312770

4.3.2021 : Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Innviðasjóði

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Innviðasjóð. Hlutverk sjóðsins er að byggja upp rannsóknarinnviði á Íslandi. Umsóknarfrestur er til 15. apríl 2021, kl. 15:00.

Lesa meira

4.3.2021 : Opið fyrir umsóknir í Fræ/Þróunarfræ

Frá og með febrúar 2021 hefur reglum Fræs/Þróunarfræs verið breytt og er nú alltaf opið fyrir umsóknir í sjóðinn. Eins hefur upphæð hámarksstyrks verið hækkuð í 2.000.000 ISK.

Lesa meira

3.3.2021 : Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Rannsóknarsjóði Sigrúnar Ástrósar Sigurðardóttur og Haralds Sigurðssonar

Umsóknarfrestur er til kl.15:00, 4. maí 2021. Markmið sjóðsins er að veita styrki til eflingar rannsóknum á korta- og landfræðisögu Íslands eða íslenskri bókfræði og stuðla að útgáfu rita um þau efni.

Lesa meira

3.3.2021 : Góð uppskera Íslendinga á síðustu sjö árum í Creative Europe

Núverandi tímabil Creative Europe (2014-2020) er að ljúka. Í MEDIA hlutanum hefur árangur Íslendinga verið framúrskarandi en alls hefur rúmlega 1,3 milljarður ISK runnið til íslenskrar kvikmyndagerðar á þessu tímabili. Úr menningarhlutanum hefur íslenskum menningarstofnunum og félögum verið úthlutað rúmlega 170 milljónum ISK á sl. sjö árum.

Lesa meira
EEA-grants

2.3.2021 : Uppbyggingarsjóður EES í Portúgal auglýsir eftir umsóknum

Uppbyggingarsjóður EES í Portúgal auglýsir eftir umsóknum frá samstarfsaðilum í Portúgal og á Íslandi, Noregi og/eða Liechtenstein á sviði blás hagvaxtar.

Lesa meira

23.2.2021 : Tengslaráðstefna á netinu - Langar þig í erlent samstarf?

Auglýst er eftir íslenskum skólum/kennurum sem hafa áhuga á að fara í tvíhliðasamstarf við skóla/kennara í Póllandi, Liechtenstein, Noregi og/eða Sviss.

Lesa meira

23.2.2021 : Auglýst er eftir umsóknum um starfslaun í Starfslaunasjóð sjálfstætt starfandi fræðimanna

Hlutverk sjóðsins er að styðja við starfsemi fræðimanna sem starfa sjálfstætt í sinni fræðigrein.

Lesa meira

22.2.2021 : Horizon Europe opnar fyrir umsóknir um styrki á vegum Evrópska rannsóknaráðsins

Evrópska rannsóknaráðið (ERC) birti þann 22. febrúar sl. fyrstu vinnuáætlunina í Horizon Europe. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica