Fréttir

29.9.2023 : Til hamingju með daginn vísindafólk!

Heill heimur vísinda laugardaginn 30. september kl. 13:00-18:00 á Vísindavöku í Laugardalshöllinni. Á Vísindavöku, sannkallaðri uppskeruhátíð vísindanna í íslensku samfélagi, gefst gestum kostur á að hitta og ræða við okkar fremsta vísindafólk og kynnast mikilvægi rannsókna- og vísindastarfs í nútímasamfélagi. Aðgangur er ókeypis og margt spennandi að sjá og reyna á Vísindavöku!

Lesa meira

28.9.2023 : Áttunda norræna-kínverska norðurslóðaráðstefnan

Vakin er athygli á því að áttunda norræna-kínverska norðurslóðaráðstefnan verður haldin í Guangzhou í Kína, 3. - 6. desember 2023. Ráðstefnan er helguð vísindasamvinnu og þekkingu í þágu sjálfbærni á norðurslóðum. 

Lesa meira
Robert Askew, jarðfræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, við kortlagningu í Lóni sumarið 2023. Brunnhorn og Vestrahorn í baksýn.

28.9.2023 : Vísindakaffi Breiðdalsvík - Jarðgæði frá bújörðum til háfjalla

Fimmtudaginn 29. september kl. 17:00 stendur Rannsóknasetur Háskóla Íslands fyrir Vísindakaffi í Gamla kaupfélaginu.

Lesa meira

27.9.2023 : Vísindakaffi á Hólmavík - Á þjóðsagnaslóðum á Norður-Ströndum

Rannsóknasetur HÍ á Ströndum – Þjóðfræðistofa stendur fyrir Vísindakaffi fimmtudaginn 28. september kl. 20:00 í Sauðfjársetrinu Sævangi.

Lesa meira

27.9.2023 : Upplýsingadagur og tengslaráðstefna Horizon Europe

Dagana 17. og 18. október 2023 stendur framkvæmdastjórn ESB fyrir upplýsingadegi og tengslaráðstefnu um köll ársins 2024 í klasa 5; loftslagsmál, orka og samgöngur (Climate, Energy and Mobility). Um er að ræða viðburð á netinu.

Lesa meira

26.9.2023 : Evrópski tungumáladagurinn er 26. september

Markmið Evrópska tungumáladagsins, sem haldinn er 26. september um alla Evrópu, er að vekja athygli á ríkulegum tungumála- og menningarlegum fjölbreytileika álfunnar og hvetja til að bæta úrval tungumála sem fólk lærir á lífsleiðinni. Aukin tungumálakunnátta veitir okkur betri innsýn inn í ólíka menningarheima og bætir samfélagslega færni okkar. Evrópski tungumáladagurinn er tækifæri til að fagna öllum tungumálum Evrópu, bæði stórum og smáum.

Lesa meira

20.9.2023 : Spennandi vefstofur framundan

Við hlökkum til að taka á móti umsóknum um fjölbreytt verkefni í Erasmus+ og ESC. Þann 4. október nk. kl. 10 að íslenskum tíma rennur út frestur til að sækja um styrki til fjölbreyttra verkefna í Erasmus+ og European Solidarity Corps (ESC).

Lesa meira

20.9.2023 : Dulin virkni Eurovision

Síðasta Vísindakaffið þann 27. september verður tekin fyrir hin sívinsæla Eurovision keppni, en Baldur Þórhallsson prófessor við HÍ og Hera Melgar Aðalheiðardóttir MA í alþjóðasamskiptum, munu fjalla um dulda virkni Eurovision. Vísindakaffið er haldið í Bóksasamlaginu Skipholti 19 og hefst klukkan 20:00.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica