Vísindavaka 2025 - Opið fyrir skráningu sýnenda
Vísindavaka verður haldin laugardaginn 27. september næstkomandi í Laugardalshöll. Opnað hefur verið fyrir skráningu sýnenda og hvetjum við háskóla, stofnanir, fyrirtæki og frumkvöðla á sviði rannsókna og þróunar að skrá sig og taka þátt í stærsta vísindamiðlunarviðburði á Íslandi.
Á Vísindavöku stendur almenningi til boða sannkölluð vísindaveisla þar sem okkar fremsta vísindafólk sýnir og segir frá rannsóknum og nýsköpun á lifandi og gagnvirkan hátt.
Rannís skipuleggur Vísindavöku á Íslandi í samstarfi við íslenska háskóla og stofnanir en hún er haldin samtímis í helstu borgum Evrópu síðustu helgina í september undir heitinu European Researchers' Night.
Hægt er að taka þátt sem sýnandi og/eða vísindamiðlari, senda okkur hugmynd sem gæti verið hluti af hátíðarhöldunum og að leggja til fræðimenn, rannsóknir og verkefni sem áhugavert er verið að kynna fyrir almenningi.
Athugið að almennt þátttökugjald sýnenda er 25.000 kr. sem verður innheimt þegar staðfest skráning liggur fyrir.
Mælt er með að stofnanir tilnefni einn tengilið við Vísindavöku.
Allar nánari upplýsingar um Vísindavöku má fá hjá Rannís með því að senda póst á visindavaka(hja)rannis.is
Vinsamlegast athugið að Rannís áskilur sér rétt til að velja eða hafna þátttakendum og stýra uppröðun eftir aðstöðu.
Opnað hefur verið fyrir skráningu sýnenda og mun Rannís hafa samband við tengilið varðandi staðfestingu á plássi og nánari útfærslu.