Fréttir: september 2021

Eurostars-logo

30.9.2021 : Rafrænn kynningarfundur um Eurostars-3

Rannís og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið bjóða til rafræns kynningarfundar um Eurostars-3, þriðjudaginn 12. október 2021 kl. 14:30–15:30 á Zoom. Fundurinn er öllum opinn en nauðsynlegt er að skrá þátttöku.

Lesa meira
Starfsmenn Þjóðfræðistofu að störfum, teiknuð af Sunnevu Guðrúnu Þórðardóttur

27.9.2021 : Vísindakaffi og afmælishátíð Þjóðfræðistofu á Hólmavík

Rannsóknasetur HÍ á Ströndum býður til Vísindakaffis og afmælishátíðar í Hnyðju, Þróunarsetrinu á Hólmavík, fimmtudaginn 30. september kl. 18:00. Boðið verður upp á kaffi og með því og eru öll áhugasöm hjartanlega velkomin!

Lesa meira

27.9.2021 : Vísindakaffi í Bolungarvík

Dr. Ragnar Edvarsson verður gestur Vísindakaffis sem haldið verður fimmtudaginn 30. september kl. 17:00 á Bókakaffi í Bolungarvík. Mun Ragnar fjalla um stóriðju í Jökulfjörðum, hvalveiðistöðvar Norðmanna og þróun sjávarútvegs fram á miðja 20. öld. 

Lesa meira

24.9.2021 : Veðurstofan og Sævar Helgi hljóta viðurkenningu fyrir vísindamiðlun

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra afhenti viðurkenningu Rannís fyrir vísindamiðlun föstudaginn 24. september 2021. Að þessu sinni hlutu tveir aðilar viðurkenninguna, Veðurstofa Íslands fyrir miðlun upplýsinga um hvers kyns náttúruvá og Sævar Helgi Bragason, sem hefur miðlað vísindum til almennings á fjölbreyttan hátt, með sérstakri áherslu á að ná til barna og ungmenna.

Lesa meira
Visindavaka-2019-4_1631189205164

22.9.2021 : Viðurkenning fyrir vísindamiðlun

Viðurkenning Rannís fyrir vísindamiðlun 2021 verður veitt í beinu streymi frá Nauthóli föstudaginn 24. september kl. 15:00 - 16:00. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra afhendir viðurkenninguna fyrir hönd Rannís.

Lesa meira

22.9.2021 : Falsfréttir og upplýsingaóreiða á samfélagsmiðlum: Hver er staðan á Íslandi?

Jón Gunnar Ólafsson, nýdoktor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands verður gestur á þriðja og síðasta Vísindakaffi Rannís miðvikudaginn 21. september kl. 20:00-21:30 á kaffihúsi Perlunnar.

Lesa meira

20.9.2021 : Bólusetningar, hvaða máli skipta þær?

Ingileif Jónsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu verður gestur á Vísindakaffi Rannís þriðjudaginn 21. september kl. 20:00-21:30 á kaffihúsi Perlunnar.

Lesa meira

17.9.2021 : Auglýst er eftir styrkjum úr Tónlistarsjóði

Tónlistarsjóður auglýsir eftir umsóknum til verkefna sem framkvæmd verða á tímabilinu 1. janúar – 30. júní 2022.

Lesa meira

17.9.2021 : Loftslagsógnin - hvaða tæknilausnir eru í farvatninu?

Sigurður Reynir Gíslason jarðefnafræðingur og vísindamaður við Háskóla Íslands verður gestur á fyrsta Vísindakaffi Rannís mánudaginn 20. september kl. 20:00-21:30 á kaffihúsi Perlunnar.

Lesa meira

17.9.2021 : Umsóknarfrestur framlengdur í Jules Verne, vísinda- og tæknisamstarf Íslands og Frakklands

Auglýst er eftir umsóknum um styrki til vísinda- og tæknisamstarfs milli íslenskra og franskra aðila á grundvelli Jules Verne samstarfssamningsins. Mennta- og menningarmálaráðuneytið stýrir samstarfinu fyrir hönd Íslands en Rannís sér um framkvæmd verkefnisins. Umsóknarfrestur hefur verið framlendur til 22. september.

Lesa meira

16.9.2021 : Úthlutun úr Doktors­nema­sjóði umhverfis- og auðlinda­ráðuneytisins 2021

Stjórn Doktorsnemasjóðs umhverfis- og auðlindaráðuneytisins hefur lokið við úthlutun styrkja til nýrra doktorsnemaverkefna fyrir árið 2021. Alls bárust 8 umsóknir í sjóðinn og voru 4 þeirra styrktar eða 50% umsókna.

Lesa meira

16.9.2021 : Upplýsingadagur COST

Þann 1. október nk. stendur COST fyrir rafrænum upplýsingadegi sem er öllum.

Lesa meira
Magnús Lyngdal Magnússon

15.9.2021 : Auglýst er eftir umsóknum í Innviðasjóð

Hlutverk Innviðasjóðs er að byggja upp rannsóknainnviði á Íslandi. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 2021, kl. 15:00.

Lesa meira
Picture1_1625139918098

13.9.2021 : Tækifæri í rannsóknum og þróun á sviði jarðvarma

Við viljum vekja athygli á umsóknarfresti forumsókna þann 4. október nk. í sameiginlegt kall GEOTHERMICA Era-Net og JPP SES í verkefnaflokkinn Accelerating the Heating and Cooling Transition.

Lesa meira
Erna Sif Arnardóttir og Martin Ingi Sigurðsson hljóta Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs 2021

9.9.2021 : Erna Sif Arnardóttir og Martin Ingi Sigurðsson hljóta Hvatningar­verðlaun Vísinda- og tækniráðs 2021

Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs voru afhent við hátíðlega athöfn á Rannsóknaþingi Rannís í dag. Dr. Erna Sif Arnardóttir, lektor við verkfræði- og tölvunarfræðideildir Háskólans í Reykjavík og Dr. Martin Ingi Sigurðsson, prófessor í svæfinga- og gjörgæslulækningum við Háskóla Íslands og yfirlæknir á sama sviði við Landspítala hlutu viðurkenninguna að þessu sinni. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vísinda- og tækniráðs, afhenti verðlaunin.

Lesa meira

9.9.2021 : Óskað er eftir tilnefning­um til viður­kenningar fyrir vísinda­miðlun

Viðurkenning Rannís fyrir vísindamiðlun 2021 verður veitt í beinu streymi föstudaginn 24. september kl. 15:00, þar sem Vísindavaka er ekki haldin með hefðbundnum hætti í ár. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra afhendir viðurkenninguna fyrir hönd Rannís.

Lesa meira

3.9.2021 : Rannsóknaþing 2021 og afhending Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs

Rannsóknaþing verður haldið fimmtudaginn 9. september kl. 13.00-14.00 undir yfirskriftinni Árangur í rannsóknum og nýsköpun til framtíðar. Þingið fer fram í beinni útsendingu á netinu frá Grand Hótel Reykjavík.

Lesa meira

2.9.2021 : Vaxtarsproti ársins er 1939 Games

Fyrirtækið 1939 Games hefur verið valið Vaxtarsproti ársins sem er viðurkenning fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis. Utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, afhenti Vaxtarsprotann 2. september sl. í Flórunni í Grasagarðinum í Laugardal.

Lesa meira
Menntarannsoknasj_mynd_an_texta

1.9.2021 : Auglýst er eftir umsóknum í Mennta­rannsókna­sjóð

Menntarannsóknasjóður styrkir hagnýtar menntarannsóknir á sviði leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, náms á framhaldsskólastigi og frístundastarfs. Umsóknarfrestur rennur út 1. október, kl. 15:00.

Lesa meira

1.9.2021 : Vísindakaffi í Perlunni

Hellt verður upp á hið sívinsæla Vísindakaffi Rannís í kaffihúsi Perlunnar að þessu sinni og verður boðið upp á áhugaverð viðfangsefni sem hafa verið áberandi í umræðunni undanfarið. 

Lesa meira

1.9.2021 : Hugbúnaðarsérfræðingur

Rannís óskar eftir að ráða hugbúnaðarsérfræðing í fullt starf. Starfið felst í hönnun, hugbúnaðargerð og umsjón með umsókna-, umsýslu- og upplýsingakerfum fyrir Rannís.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica