Rafrænn kynningarfundur um Eurostars-3

30.9.2021

Rannís og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið bjóða til rafræns kynningarfundar um Eurostars-3, þriðjudaginn 12. október 2021 kl. 14:30–15:30 á Zoom. Fundurinn er öllum opinn en nauðsynlegt er að skrá þátttöku.

  • Eurostars-logo

Eurostars er sameiginleg áætlun Evrópusambandsins og EUREKA Network með það markmið að styðja við nýsköpun.

Fundurinn er ætlaður væntanlegum umsækjendum Eurostars verkefna, þ.a.m.:

  • lítil og meðalstór fyrirtæki í rannsóknar- og þróunarstarfsemi
  • háskólar
  • opinberar rannsóknastofnanir
  • opinber fyrirtæki

Opið er fyrir umsóknir til 4. nóvember, 2021 kl. 14:00 CET (kl. 13:00 að íslenskum tíma).

Umsóknum er skilað rafrænt á vef Eurostars.  

Dagskrá:

  • Opnun fundarins af sviðsstjóra rannsókna- og nýsköpunarsviðs Rannís
  • Mikilvægi alþjóðlegs samstarfs - Sigríður Valgeirsdóttir, Nýsköpunarlandið, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Eurostars-3: Innovative SME‘s - Svandís Unnur Sigurðardóttir, sérfræðingur á rannsókna- og nýsköpunarsviði Rannís og stjórnarnefndarfulltrúi Eurostars á Íslandi (NPC)
  • Leit að samstarfsaðilaKatrín Jónsdóttir, sérfræðingur á alþjóðasviði Rannís segir frá þjónustu Enterprise Europe Network við sprotafyrirtæki

Upptaka frá kynningarfundi 12. október 2021

Tækniþróunarsjóður heyrir undir atvinnuvega og nýsköpunarráðherra og mun koma að fjármögnun þeirra verkefna sem fá brautargengi hjá Eurostars.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica