Fréttir: mars 2021

It-all-starts

26.3.2021 : Nýtt Erasmus+ tímabil er hafið

Mikil tímamót eru í Evrópusamstarfi á sviði mennta- og æskulýðsmála, en nýrri kynslóð Erasmus+ áætlunarinnar hefur verið ýtt úr vör eftir nokkuð langan aðdraganda. Umsækjendur hér á landi geta nú farið að kynna sér hvað ber hæst í Erasmus+ á tímabilinu 2021-2027 og auglýst hefur verið eftir umsóknum fyrir árið 2021. Áætlunin verður kynnt hér á landi á opnunarhátíð sem verður streymt frá Borgarleikhúsinu 15. apríl kl. 14:00-16:00.

Lesa meira

26.3.2021 : Opnunarhátíð samstarfsáætlana ESB

Ný tækifæri í Evrópusamstarfi verða kynnt í beinni útsendingu frá Borgarleikhúsinu 15. apríl kl. 14:00-16:00 þegar nýrri kynslóð samstarfsáætlana ESB í umsjón Rannís verður hleypt af stokkunum.  Kynnið ykkur tækifæri og styrki á vegum Erasmus+, Horizon Europe, European Solidarity Corps og Creative Europe.

Lesa meira

26.3.2021 : Úthlutun úr Nýsköpunarsjóði námsmanna 2021

Stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna hefur lokið við úthlutun fyrir sumarið 2021. 

Lesa meira
EEA-grants

25.3.2021 : Uppbyggingarsjóður EES í Eistlandi auglýsir eftir umsóknum

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð EES í samstarfi við Eistland á sviði háskólamenntunar.

Lesa meira

25.3.2021 : Starfsemi Rannís er enn í fullum gangi en lokað er fyrir komur á skrifstofu

Rannís hefur lokað tímabundið fyrir komur á skrifstofu sína að Borgartúni 30 vegna samkomutakmarkana.

Lesa meira

24.3.2021 : Úthlutun úr Loftslagssjóði 2021

Stjórn Loftslagssjóðs hefur lokið við úthlutun. Alls bárust 158 umsóknir í Loftslagssjóð og voru 24 þeirra styrktar eða um 15% umsókna. 

Lesa meira
Barnamenningarsjodur_Islands_merki-portrait

24.3.2021 : Rannís auglýsir eftir umsóknum í Barnamenningarsjóð

Auglýst er eftir umsóknum um árlega styrki úr Barnamenningarsjóði Íslands. Umsóknarfrestur er til 7. apríl kl. 15.00.

Lesa meira

23.3.2021 : Auglýst eftir umsóknum í M-era.Net og upplýsingafundur vegna umsóknarskila

Áhersla áætluninnar eru rannsóknir og nýsköpun á sviði efnistækni og rafhlöðutækni sem styðja við loftlagsstefnu Evrópusambandsins, Green deal. Til stendur að úthluta 60 milljónum evra úr áætluninni. Lögð er áhersla á að bak við hverja umsókn séu að minnsta kosti þrír aðilar, þar af tveir innan aðildarríkja Evrópu.

Lesa meira

22.3.2021 : Taktu þátt í rafrænu loftslagsmóti 2021

Loftslagsmót er vettvangur fyrir fyrirtæki sem leitast eftir eða bjóða upp á ráðgjöf og lausnir, á sviði umhverfis- og loftslagsmála. Loftlagsmótið fer fram 21. apríl nk. kl 9:00-12:00.

Lesa meira

19.3.2021 : Rannís auglýsir eftir umsóknum í Jafnréttissjóð Íslands

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Jafnréttissjóð Íslands og er umsóknarfrestur til 29. apríl 2021, kl. 15:00

Lesa meira

19.3.2021 : Skattfrádráttur rannsókna- og þróunarverkefna

Opnað hefur verið fyrir framhaldsumsóknir um skattfrádrátt vegna rannsókna- og þróunarverkefna sem staðfest voru 2020. Umsóknarfrestur er 7. apríl 2021 til miðnættis (kl. 23:59).

Lesa meira

17.3.2021 : Hvernig á að skrifa árangursríkar umsóknir í Horizon Europe?

Þann 24. mars nk. býður Framkvæmdastjórn ESB upp á opið námskeið á netinu í að skrifa árangursríkar umsóknir í Horizon Europe. 

Lesa meira

15.3.2021 : Rafrænn upplýsingafundur um Marie Skłodowska-Curie áætlunina

Rannís vekur athygli á rafrænum upplýsingafundi þar sem veittar verða upplýsingar um nýju Marie Skłodowska-Curie áætlunina þann 23. mars nk. kl. 8:00 til 11:30.

Lesa meira
EEA-grants

11.3.2021 : Uppbyggingarsjóður EES: Nýr gagnagrunnur fyrir leit að samstarfsaðilum

Utanríkisráðuneytið hefur komið á fót gagnagrunni fyrir áhugasama samstarfsaðila og möguleg samstarfsverkefni sem leita styrkja í Uppbyggingarsjóð EES. Gagnagrunnurinn er á ensku þar sem hann miðlar upplýsingum til viðtökuríkjanna sem hafa áhuga á að hefja samstarf með íslenskum aðilum.

Lesa meira

8.3.2021 : Auglýst eftir styrkjum úr Tónlistarsjóði

Tónlistarsjóður auglýsir eftir umsóknum til verkefna sem framkvæmd verða á tímabilinu 1. júlí – 31. desember 2021.

Lesa meira
ING_19061_312770

4.3.2021 : Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Innviðasjóði

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Innviðasjóð. Hlutverk sjóðsins er að byggja upp rannsóknarinnviði á Íslandi. Umsóknarfrestur er til 15. apríl 2021, kl. 15:00.

Lesa meira

4.3.2021 : Opið fyrir umsóknir í Fræ/Þróunarfræ

Frá og með febrúar 2021 hefur reglum Fræs/Þróunarfræs verið breytt og er nú alltaf opið fyrir umsóknir í sjóðinn. Eins hefur upphæð hámarksstyrks verið hækkuð í 2.000.000 ISK.

Lesa meira

3.3.2021 : Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Rannsóknarsjóði Sigrúnar Ástrósar Sigurðardóttur og Haralds Sigurðssonar

Umsóknarfrestur er til kl.15:00, 4. maí 2021. Markmið sjóðsins er að veita styrki til eflingar rannsóknum á korta- og landfræðisögu Íslands eða íslenskri bókfræði og stuðla að útgáfu rita um þau efni.

Lesa meira

3.3.2021 : Góð uppskera Íslendinga á síðustu sjö árum í Creative Europe

Núverandi tímabil Creative Europe (2014-2020) er að ljúka. Í MEDIA hlutanum hefur árangur Íslendinga verið framúrskarandi en alls hefur rúmlega 1,3 milljarður ISK runnið til íslenskrar kvikmyndagerðar á þessu tímabili. Úr menningarhlutanum hefur íslenskum menningarstofnunum og félögum verið úthlutað rúmlega 170 milljónum ISK á sl. sjö árum.

Lesa meira
EEA-grants

2.3.2021 : Uppbyggingarsjóður EES í Portúgal auglýsir eftir umsóknum

Uppbyggingarsjóður EES í Portúgal auglýsir eftir umsóknum frá samstarfsaðilum í Portúgal og á Íslandi, Noregi og/eða Liechtenstein á sviði blás hagvaxtar.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica