Auglýst eftir umsóknum í M-era.Net og upplýsingafundur vegna umsóknarskila

23.3.2021

Áhersla áætluninnar eru rannsóknir og nýsköpun á sviði efnistækni og rafhlöðutækni sem styðja við loftlagsstefnu Evrópusambandsins, Green deal. Til stendur að úthluta 60 milljónum evra úr áætluninni. Lögð er áhersla á að bak við hverja umsókn séu að minnsta kosti þrír aðilar, þar af tveir innan aðildarríkja Evrópu.

Umsækjendur eru hvattir til að nýta sér upplýsingafund sem verður haldinn kl. 10:00 fimmtudaginn, 25. mars 2021. Allar nánari upplýsingar má finna á hér, en nauðsynlegt er að skrá sig.

Umsóknaferlið er tveggja þrepa. Í fyrra þrepi er send inn forumsókn. Þær umsóknir sem standast mat á fyrsta þrepi fá boð um að senda inn umsókn á seinna þrepi.

Frestur til að skila inn forumsókn er til 15. júní 2021 kl. 10:00 að íslenskum tíma (12:00 í Brussel).

Óskað er eftir umsóknum á eftirfarandi sviðum:

  • Modelling for materials engineering, processing, properties and durability
  • Innovative surfaces, coatings and interfaces
  • High performance composites
  • Functional materials
  • New strategies for advanced material-based technologies in health applications
  • Materials for Additive Manufacturing

Styrkir til innlendra aðila eru fjármagnaðir af Tækniþróunarsjóði, sjóðurinn mun leggja allt að 45 milljónir króna til íslenskra aðila. Sá hluti verkefnisins þarf að uppfylla reglur sjóðsins.

Frekari upplýsingar um umsóknarferlið og reglur er að finna á heimasíðu M-era.net.

  • Tengiliður hjá Rannís: Kolbrún Bjargmundsdóttir, Senda póst








Þetta vefsvæði byggir á Eplica