Fréttir: 2024

23.4.2024 : Æskulýðssjóður fyrri úthlutun ársins 2024

Æskulýðssjóði bárust alls 20 umsóknir um styrk vegna umsóknarfrests 15. febrúar 2024.

Lesa meira
Iss_6429_16068

19.4.2024 : Stjórn Innviðasjóðs auglýsir eftir tillögum á nýjan vegvísi um rannsóknarinnviði

Ein af lykilstoðum framúrskarandi árangurs í vísindum og rannsóknatengdri nýsköpun er gott aðgengi að rannsóknarinnviðum. Í uppbyggingu rannsóknarinnviða felst mikil fjárfesting og skuldbinding um rekstur til lengri tíma og því mikilvægt að slík fjárfesting byggi á faglegri ákvarðanatöku, heildarsýn og stefnu til framtíðar

Lesa meira

19.4.2024 : Upplýsingadagur um ný köll í WIDERA, undiráætlun Horizon Europe

Þann 22. apríl næstkomandi stendur framkvæmdastjórn ESB fyrir rafrænum upplýsingafundi um köll í þeirri stoð Horizon Europe sem heitir Víðtækari þátttaka og efling evrópskarannsóknasvæðisins (e. Widening participation and strengthening the European Research Area - WIDERA). 

Lesa meira

19.4.2024 : Stærri styrktækifæri í mannvirkjaiðnaði

Askur – mannvirkjarannsóknasjóður og Rannís bjóða til fundar um stærri styrktækifæri í mannvirkjaiðnaði. Fundurinn er 2. maí 2024 frá klukkan 10:00-12:00 í húsakynnum HMS. Einnig er hægt að að fylgjast með fundinum í streymi.

Lesa meira
_90A3731

18.4.2024 : Dr. Heiða María Sigurðardóttir, prófessor við Háskóla Íslands, og Dr. Þórhildur Halldórsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík, hljóta Hvatningarverðlaun Rannsóknasjóðs

Hvatningarverðlaun Rannsóknasjóðs fyrir árin 2023 og 2024 voru afhent við hátíðlega athöfn á Rannsóknaþingi Rannís sem fór fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag.  

Lesa meira
ISS_24519_00123

18.4.2024 : Útgjöld til rannsókna og þróunarstarfs á Íslandi halda áfram að aukast

Útgjöld til rannsókna og þróunar héldu áfram að aukast á árinu 2022 og námu rúmlega 100 milljörðum króna. Frá árinu 2018 hafa útgjöld aukist um 44 milljarða króna eða um 77% og munar þar mest um aukin útgjöld fyrirtækja til rannsókna og þróunar, en þau hafa tvöfaldast á fjórum árum. Telja má víst að opinber stuðningur hafi hvetjandi áhrif, en styrkir til nýsköpunarfyrirtækja þrefölduðust frá 2018 til 2022.

Lesa meira

11.4.2024 : Sérfræðingur í rannsóknateymi

Sérfræðingur óskast í fullt starf hjá Rannís. Starfið felur í sér umsjón með allt að þremur fagráðum Rannsóknasjóðs; með áherslu á fagráð raunvísinda og stærðfræði og fagráð verkfræði og tæknivísinda, auk umsjónar með öðrum innlendum sjóðum og alþjóðlegum verkefnumUmsóknarfrestur er til og með 2. maí 2024.

Lesa meira

11.4.2024 : Næstu umsóknarfrestir LIFE: Upplýsingadagar og fyrirtækjastefnumót

Opnað verður fyrir umsóknir í LIFE, umhverfis- og loftslagsáætlun Evrópusambandsins, 18. apríl næstkomnandi og eru umsóknarfrestir í september. 

Lesa meira

10.4.2024 : Vinnustofa fyrir rannsakendur frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum

Vinnustofa fyrir rannsakendur frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum verður haldin 19.-21. ágúst 2024 í Norræna húsinu í Þórshöfn á Færeyjum. Vinnustofan er fjármögnuð af Norrænu ráðherranefndinni.

Lesa meira
Defend-Iceland-Vidburdur-11.-apr.24

9.4.2024 : Tökum við netárásir alvarlega? Netárásir og áfallaþol á tímum stafrænna ógna

Netöryggisfyrirtækið Defend Iceland, ásamt Rannís, Háskólanum í Reykjavík og Miðstöð stafrænnar nýsköpunar (EDIH-IS), efnir til hádegisfundar fimmtudaginn 11. apríl í Fenjamýri í Grósku þar sem sjónum verður beint að forvirkum netöryggisráðstöfunum.

Lesa meira

9.4.2024 : Menningarborg Evrópu 2030

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um titilinn Menningarborg Evrópu (European Capital of Culture - ECOC) árið 2030.

Lesa meira
Sofia-Bulgaria

8.4.2024 : Uppbyggingarsjóður EES: Tækifæri til sóknar á sviði græna hagkerfisins

Samstarf með evrópskum aðilum á vegum Uppbyggingarsjóðs EES. Fyrirtækjastefnumót í Búlgaríu 4.-5. júní og opið kall í tvíhliðasjóð í Rúmeníu.

Lesa meira

8.4.2024 : Heilbrigðari jarðvegur gegnum lifandi rannsóknarstofur – rafræn vinnustofa

Eflum samstarf á Íslandi með þátttöku í vinnustofunni sem er 11. apríl næstkomandi frá klukkan 10:00 til 11:30.

Lesa meira

8.4.2024 : Evrópsku bókmenntaverðlaun 2024

Verðlaunin sem voru veitt þann 4. apríl 2024 hlaut danski rithöfundurinn Theis Ørntoft fyrir skáldsöguna Jordisk.

Lesa meira

4.4.2024 : Þekkingarmiðlun og uppbygging færnineta til að styrkja sjónarmið frumbyggja í rannsóknum, nýtt NordForsk kall

Styrkt verða tvö til fjögur norræn verkefni vísindafólks sem vinnur við rannsóknir sem tengjast frumbyggjum og/eða frumbyggjarannsóknum.

Lesa meira
Nordplus-for-a-greener-future

3.4.2024 : Nordplus fyrir grænni framtíð

Nordplus stendur fyrir rafrænni ráðstefnu undir yfirskriftinni "Nordplus for a greener future" 28. maí 2024 kl. 11:00-14:00. 

Lesa meira
COST-info-day

3.4.2024 : Samnorrænn upplýsingadagur COST

Upplýsingadagurinn verður haldinn á netinu þann 23. apríl næstkomandi frá 11:00 - 13:30 að íslenskum tíma. 

Lesa meira

2.4.2024 : Culture Moves Europe styrkir 114 vinnustofur listamanna (residensíur) í Evrópu

Styrkir eru alls 1,8 milljónir evra á árinu 2024.

Lesa meira

27.3.2024 : Framkvæmdastjórn ESB óskar eftir netöryggissérfræðingum til að meta umsóknir

Sérstaklega er óskað eftir því að nýir sérfræðingar á sviði netöryggis skrái sig í gagnagrunn sem nær bæði yfir starfsemi Horizon Europe og Digital Europe Programme.

Lesa meira

27.3.2024 : Opið er fyrir umsóknir í Culture Moves Europe

Ferðastyrkir eru veittir til listamanna og menningarstarfsfólks í Evrópu.

Lesa meira
Mynd-med-grein-a-vef-Rannis-snidmat-9-

22.3.2024 : Rannsóknaþing 2024 og afhending Hvatningarverðlauna Rannsóknasjóðs

Rannsóknaþing verður haldið fimmtudaginn 18. apríl kl. 14.00-16.00 undir yfirskriftinni Forgangsröðun í rannsóknum. Þingið fer fram á Hilton Reykjavík Nordica. Þá verða Hvatningarverðlaun Rannsóknasjóðs veitt fyrir árin 2023 og 2024.

Lesa meira

20.3.2024 : Úthlutun úr Nýsköpunarsjóði námsmanna 2024

Nýsköpunarsjóði námsmanna bárust alls 392 umsóknir í ár fyrir 574 háskólanema. Umsóknarfrestur rann út 12. febrúar 2024. 

Lesa meira

19.3.2024 : Sérstakir styrkir til óperuverkefna úr Sviðslistasjóði 2024

Umsóknarfrestur í Sviðslistasjóð vegna sérstakra styrkja til óperuverkefna rann út 23. febrúar 2024. Styrkirnir tengjast því að menningar- og viðskiptaráðuneytið vinnur nú að því að efla umgjörð óperustarfsemi á Íslandi samhliða stofnun nýrrar Þjóðaróperu í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Alls bárust 15 umsóknir og sótt var um ríflega 144 milljónir króna.

Lesa meira

13.3.2024 : Sjálfbær þróun á norðurslóðum, nýtt NordForsk kall

Norðurlöndin hafa tekið höndum saman við Kanada og Bandaríkin og auglýsa nýtt NordForsk kall um sjálfbæra þróun á norðurslóðum (Sustainable Development of the Arctic). Um er að ræða tveggja þrepa umsókn og frestur til að skila inn umsókn á fyrra þrep er til og með 4. júní 2024.

Lesa meira

8.3.2024 : Digital Europe: Opin köll og upplýsingafundir

Opið er fyrir 23 nýjar umsóknir í Digital Europe Programme (DEP) á mismunandi sviðum tækniþróunar og innleiðingar. Umsóknarfrestur er til 29. maí 2024.

Lesa meira

8.3.2024 : Upplýsingadagar ESB vegna leiðangra (Missions)

Dagarnir verða haldnir á netinu 25. apríl og 26. apríl næstkomandi og hefjast klukkan 7:30 að íslenskum tíma. 

Lesa meira

7.3.2024 : Brennandi áhugi á Evrópustyrkjum miðað við fyrstu umsóknarfresti ársins í Erasmus+ og European Solidarity Corps

Alls hafa um 170 umsóknir um Erasmus+ og European Solidarity Corps (ESC) styrki borist Landskrifstofunni á Íslandi það sem af er ári. Afgreiðsla þeirra stendur nú yfir og niðurstöðurnar liggja fyrir á næstu mánuðum.

Lesa meira
COST-info-day

7.3.2024 : Upplýsingadagur COST

Þann 27. mars næstkomandi verður haldinn opinn upplýsingadagur COST á netinu. Tilgangur COST verkefna er að byggja upp samstarfsnet á ákveðnum rannsóknasviðum.

Lesa meira

1.3.2024 : Upplýsingafundur Digital Europe um opin köll á sviði tungumálatækni

Þann 5. mars næstkomandi verða kynnt þrjú ný Digital Europe köll á sviði tungumálatækni (Alliance for Language Technologies and Open-Source Foundation Model).

Lesa meira

29.2.2024 : Tólf prósenta aukning í umsóknum um frádrátt frá tekjum erlendra sérfræðinga milli ára

Á árinu 2023 voru afgreiddar 303 umsóknir um frádrátt frá tekjum erlendra sérfræðinga, sem er 12% aukning miðað við árið áður. 

Lesa meira

29.2.2024 : Creative Europe styrkir þýðingar, útgáfu og dreifingu á evrópskum bókmenntum

Umsóknafrestur í Creative Europe bókmenntaþýðingar er 16. apríl næstkomandi.

Lesa meira

26.2.2024 : Vinnustofa fyrir umsækjendur í heilbrigðisköll

Vinnustofan sem er þann 12. mars næstkomandi er sérstaklega sniðin að umsækjendum sem eru að vinna að umsóknum með skilafrest í apríl 2024 bæði innan Horizon Europe og Innovative health initiative (IHI).

Lesa meira

26.2.2024 : Nýsköpun til forvarna - nýtt THCS kall

Samfjármögnunin umbreyting heilbrigðisþjónustu (Transforming health and care systems) hefur birt kallið Nýsköpun til forvarna (Innvation to prevent) en markmið þess er að styðja við innleiðingu á nýjum einstaklingsmiðuðum leiðum til að bæta heilbrigðiskerfi með stuðningi upplýsinga- og stafrænnar tækni. 

Lesa meira
Hvernig-finn-eg-fjarfestana-FB-cover-mynd

23.2.2024 : Hvernig finn ég fjárfestana?

Miðstöð stafrænnar nýsköpunar (EDIH-IS), Rannís og Enterprise Europe Network á Íslandi bjóða á viðburðinn „Hvernig finn ég fjárfestana?“ fimmtudaginn 7. mars í Fenjamýri, Grósku.

Lesa meira

23.2.2024 : Tónlistarsjóður, fyrri úthlutun 2024

Umsóknarfresti nýs Tónlistarsjóðs lauk 12. desember 2023. Annars vegar var hægt að sækja um fyrir verkefni í lifandi flutningi og hins vegar vegna innviða-verkefna.

Lesa meira
Máluð mynd af blómum

21.2.2024 : Auglýst er eftir umsóknum úr Barna­menningar­sjóði

Hlutverk sjóðsins er að styðja fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi.

Lesa meira
Menntun-til-sjalfbaerni

21.2.2024 : Könnun um sjálfbærnimenntun meðal grunnskólakennara

Rannís leiðir verkefnið Menntun til sjálfbærni fyrir hönd Norrænu ráðherranefndarinnar. Einn hluti af því verkefni er nú að kortleggja sjálfbærnimenntun á Norðurlöndunum. 

Lesa meira

20.2.2024 : Evrópskir rannsókna- og nýsköpunardagar 2024

Dagarnir sem eru rafrænir verða haldnir 20. og 21. mars 2024 og eru öllum opnir. Um er að ræða viðburð á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Lesa meira

16.2.2024 : Framlengdur umsóknarfrestur í Tækniþróunarsjóð

Nýr umsóknarfrestur er 22. febrúar næstkomandi klukkan 15:00.

Lesa meira

16.2.2024 : Opið fyrir framhaldsumsóknir um skattfrádrátt

Umsóknarfrestur er til og með 2. apríl 2024 á miðnætti.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica