Vefstofa fyrir umsækjendur í leiðangra (Missions) Horizon Europe
Vefstofan verður haldin 6. desember frá klukkan 9:00 - 11:40 að íslenskum tíma. Umfjöllunarefnið er áskoranir og sérkenni frá sjónarhóli umsækjenda.
NCP4Missions, samstarfsnet landstengiliða leiðangra ESB (Missions), auglýsir fyrstu vinnustofuna í röð viðburða ætluðum umsækjendum og hagaðilum sem vinna að málefnum tengdum leiðöngrum innan Horizon Europe.
Leiðangrar ESB eru fimm:
- Aðlögun að lofslagsbreytingum (Adaptation to Climate Change)
- Snjallar og kolefnishlutlausar borgir (Climate Neutral and Smart Cities)
- Heilbrigði hafs og vatns (Restore our Oceans and Waters)
- Verndun jarðvegs og fæðu (A Soil Deal for Europe)
- Krabbamein (Cancer)
Viðburðurinn mun veita yfirsýn yfir leiðangrana og lykilþætti þeirra og veita innsýn í reynslu umsækjenda. Þá verða einnig kynnt ýmis tól og aðferðir sem geta nýst umsækjendum við umsóknarskrif.
Tími: 6. desember – 9:00-10:40 (íslenskum tíma)