Stoð 3 - Nýsköpun í Evrópu

Innovative Europe

Fyrir hverja?

Fyrirtæki, stofnanir, háskóla og aðra lögaðila, með undantekningu þar sem um er að ræða prógramm eingöngu ætlað litlum og meðalstórum fyrirtækjum.

Til hvers?

Markmiðið er að efla nýsköpun í Evrópu.

Stoðin býður upp á fjölmörg tækifæri fyrir fyrirtæki, stofnanir og háskóla í Evrópu til að stunda nýsköpun 

Umfang áætlunar: 13,5 milljarðar evra.

Nýsköpun í Evrópu skiptist í þrjár undiráætlanir:

  1. Evrópska nýsköpunarráðið (European Innovation Council) 
  2. Vistkerfi evrópskrar nýsköpunar (European Innovation Ecosystems)
  3. Evrópska Nýsköpunarmiðstöðin (European Institute of Innovation and Technology)

Hverjir geta sótt um?

Allir lögaðilar (fyrirtæki, stofnanir og háskólar) geta sótt um í áætlunina svo lengi sem viðkomandi aðili kemur frá aðildarríki Evrópusambandsins, Íslandi, Noregi og Lichtenstein, sjá lista. Ísland er fullgildur aðili að áætluninni og hafa íslenskir aðilar því jafnan rétt og aðilar innan Evrópusambandsins til að sækja um styrki.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica