Umsýsla og skýrsluskil

Leiðbeiningar um skil á áfanga- og lokaskýrslu

Skila þarf áfangaskýrslu fyrir Sprotasjóðsverkefni sem ná yfir tvö ár eða lengri tíma. Í lok hvers verkefnis þarf að taka saman lokaskýrslu um verkefnið og skal skýrslunni skilað, samkvæmt samningi þess verkefnis, á tölvutæku formi til umsýsluaðila á netfangið sprotasjodur@unak.is .

Hér má sjá leiðbeiningar, annars vegar fyrir áfangaskýrslu og hins vegar lokaskýrslu. Vinsamlegast skilið lokaskýrslu með forsíðu þar sem lokaskýrslur allra verkefna eru birtar á síðu Sprotasjóðs.

Leiðbeiningar um skil á áfangaskýrslu

Fyrirsögn: Áfangaskýrsla til Sprotasjóðs 

Texti: Óskað er eftir að eftirfarandi þættir komi fram í áfangaskýrslu vegna Sprotasjóðsverkefnis. Vinsamlegast hafið textann stuttan og hnitmiðaðan. 

 • Nafn skóla
 • Nafn verkefnis
 • Nafn verkefnisstjóra
 • Númer samnings og hvaða ár verkefnið hlaut styrk 
 • Markmið verkefnis samkvæmt umsókn 
 • Staða verkefnis (hámark 100 orð)
 • Verk- og tímaáætlun 
 • Frávik miðað við áætlun verkefnis
 • Rekstrarreikningur (sjá dæmi hér fyrir neðan)
 • Annað sem gagnlegt er að upplýsa stjórn Sprotasjóðs um
 • Dagsetning
 • Undirskrift verkefnisstjóra
 • Undirskrift skólastjóra ábyrgðarskóla

Leiðbeiningar um skil á lokaskýrslu

Fyrirsögn: Lokaskýrsla til Sprotasjóðs 

Texti: Óskað er eftir að eftirfarandi þættir komi fram í lokaskýrslu vegna Sprotasjóðsverkefnis. Vinsamlegast hafið textann hnitmiðaðan. Niðurstöðukaflinn þarf að vera greinargóður og gefa skýra mynd af afrakstri verkefnisins. Skýrslan þarf að hafa forsíðu. 

 • Nafn skóla
 • Nafn verkefnisins 
 • Nafn verkefnisstjóra 
 • Númer samnings og hvaða ár verkefnið hlaut styrk 
 • Markmið verkefnis samkvæmt umsókn  
 • Leiðir sem valdar voru til að ná markmiði  
 • Frávik miðað við áætlun verkefnisins  
 • Helstu hindrarnir sem komu upp við vinnu verkefnisins  
 • Helsti ávinningur af vinnu við verkefnið, jákvæð atriði sem fylgdu í kjölfar eða samhliða verkefnisvinnu  
 • Mat á verkefninu samkvæmt umsókn: - Hefur verkefnið, eða mun það hafa, áhrif á skólastarfið í heild?  
 • Niðurstöður verkefnisins: T.d eftirfarandi og/eða annað sem við á varðandi niðurstöður verkefnisins. - Yfirlit yfir það sem fram kom við framkvæmd verkefnisins. - Náðust markmiðin? Hvað er til marks um það? - Heldur verkefnið áfram innan skólans eða í öðrum skólum?  
 • Áætlun um kynningu á afrakstri verkefnisins og helstu niðurstöðum  
 • Annað sem gagnlegt er að upplýsa stjórn Sprotasjóðs um  
 • Rekstrarreikningur (Vinsamlegast skilið rekstrarreikningi og undirskrift á sér blaði) 
 • Dagsetning 
 • Undirskrift verkefnisstjóra 
 • Undirskrift skólastjóra ábyrgðarskóla

Dæmi um rekstrarreikning

 Skýring kostnaðar Gjöld Tekjur
 Prentkostnaður 25.000 
 Laun 250.000 
 Húsnæði 0 
 Styrkur frá Sprotasjóði  250.000
 Fjármagn frá skóla  25.000
 Alls: 275.000 275.000

Ath: Rekstarreikningur þarf að innihalda tekjur og gjöld verkefnisins. Einnig eiga tekjur og gjöld að stemma, sjá dæmi í töflu.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica