Áherslur stjórnar og breytingar

Allar umsóknir nú einstaklingsumsóknir
Í stað umsókna um skilgreint samstarf listamanna sendir nú hver einstaklingur inn sína umsókn. Í vinnuáætlun umsókna er hægt að tilgreina samstarf sérstaklega.

Umsækjendur sem sækja um laun úr fleiri en einum launasjóði
Ætli umsækjandi að sækja um listamannalaun úr fleiri en einum sjóði, þarf að stofna og senda sjálfstæða umsókn fyrir hvern sjóð.

Lengd starfslauna
Samkvæmt reglugerð skulu starfslaun veitt til 6, 9 , 12, 18 eða 24 mánaða. Stjórn listamannalauna mælist til þess að ekki séu veittir fleiri en 12 mánuðir í senn nema í sérstökum tilfellum. Úthlutanir til skemmri tíma en 6 mánaða mega ekki fara yfir 10% mánaðarfjölda hvers sjóðs, fyrir utan samstarfsúthlutanir til tónlista- og sviðslistahópa. Æskilegt er að umsóknir endurspegli tilgreindan mánaðarfjölda reglugerðarinnar.

Sýnileiki listamannalauna
Launþegar sjóðsins eiga að geta þess við birtingu umsóknaverka sinna að þeir hafi notið listamannalauna. Með auknum sýnileika sjóðsins eflist vitund almennings um mikilvægi listamannalauna. Merki listamannalauna er að finna hér.

Ferðastyrkir felldir inn í umsóknir
Ferðastyrkjum verður ekki úthlutað sérstaklega en hægt er að fella verkefni sem krefjast ferðalaga inn í almennar starfslaunaumsóknir.

Nýliðun

Að lágmarki 5% úthlutaðra mánaða hvers sjóðs skal úthluta til listamanna sem ekki hafa fengið úthlutanir áður, með það að markmiði að tryggja eðlilega nýliðun.

Fjölbreytni
Stjórn listamannalauna leggur áhersla á að úthlutanir endurspegli alla þá flóru listsköpunar sem á sér stað á hverju sviði.

Fylgigögn með umsóknum
Aðeins verður tekið við rafrænum gögnum – hámarksstærð skráa er 25 mb og hámarksfjöldi skráa er 5. Ekki er hægt að hlaða inn zip skrám. Hægt að setja tengla á vefsíður í sérstakan reit í umsókn.

Launasjóður sviðslistafólks og styrkir úr Sviðslistasjóði

Umsóknir í Sviðslistasjóð geta jafnframt gilt sem umsóknir til listamannalauna, þ.e. í launasjóð sviðslistafólks. 

Atvinnusviðslistahópur sem hyggst sækja um styrk í Sviðslistasjóð og um listamannalaun gerir það í gegnum umsóknarform Sviðslistasjóðs.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica