Nýsköpunarþing

Nýsköpunarþing er haldið árlega í samstarfi Rannís, Íslandsstofu, Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Hugverkastofunnar.


Umfjöllunarefni Nýsköpunarþings hverju sinni tengist rannsóknum, þróun og markaðsmálum. Umræðuefnið er ávallt valið með það í huga að ýta undir skilning manna á samspili vísinda, tækni og þekkingar annars vegar og vöruframleiðslu og markaðsstarfs hins vegar. Nýsköpunarverðlaun Íslands eru veitt á Nýsköpunarþingi.

Nýsköpunarþing 2022 er haldið 20. september í Grósku frá kl. 13:30-15:00.

Yfirskriftin þingsins er Hugvitið út!Hvernig verður hugvit stærsta útflutningsgrein Íslands?

Dagskrá

 • Ávarp
  Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
 • Undirstöður og drifkraftar verðmætasköpunar á grunni hugvits
  Dr. Ari Kristinn Jónsson, forstjóri AwareGo
 • Sjálfbærni og nýsköpun: Verkfæri í sölu- og markaðsstarfi
  Klara Sveinsdóttir framkvæmdastjóri gæða- og skráningarmála Kerecis
 • Nýsköpun felst í mannauðnum
  Elín María Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðssviðs hjá Controlant
 • Loforðin á bak við markmiðið
  Jenný Ruth Hrafnsdóttir, meðstofnandi Crowberry Capital
 • Nýsköpunarverðlaun Íslands 2021 og 2022
  Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
 • Fundarstjóri er Ágúst H. Ingþórsson, forstöðumaður Rannís.


Nýsköpunarþinginu verður streymt. Í lok þingsins er boðið upp á léttar veitingar.

Aðgangur ókeypis - lokað hefur verið fyrir skráningar.

Nýsköpunarþing er haldið í samstarfi Rannís, Íslandsstofu, Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Hugverkastofunnar.

 Rannis_1661349940553  

Islandsstofa-business-iceland-tall
 

 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica