Stjórn

Þann 6. maí s.l. voru samþykkt á Alþingi lög um breytingu á lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir, nr. 3/2003, með síðari breytingum (samfjármögnun alþjóðlegra
rannsóknaráætlana og sjálfstæð stjórn Innviðasjóðs). Samkvæmt þeim lögum skal skipa sjálfstæða stjórn fyrir Innviðasjóð, í stað sameiginlegrar stjórnar Rannsóknasjóðs og Innviðasjóðs eins og áður var.

Ráðherra skipar fjögurra manna stjórn Innviðasjóðs til þriggja ára í senn samkvæmt tilnefningu vísindanefndar og tækninefndar Vísinda- og tækniráðs. Að auki skipar ráðherra formann stjórnar án tilnefningar en varaformann úr hópi hinna fjögurra.

Stjórn Innviðasjóðs 2019 - 2022:

  • Margrét Helga Ögmundsdóttir - formaður
  • Gísli Hjálmtýsson - varaformaður
  • Ásdís Jónsdóttir
  • Hannes Jónsson
  • Sigríður Ólafsdóttir

Varamenn:

  • Unnur Þorsteinsdóttir
  • Guðmundur Hálfdánarson
  • Kristín Jónsdóttir
  • Freygarður ÞorsteinssonÞetta vefsvæði byggir á Eplica