Upplýsingar til umsækjenda

Styrktegundir eru tvær og eru styrkirnir veittir til eins árs:

  • Styrkir til nýsköpunarverkefna eru ætlaðir meðal annars til þess að styrkja rannsóknir og þróunarstarf í tengslum við aðlögun og innleiðingu á nýjum loftslagsvænum tæknilausnum og hönnun. Styrkupphæð til verkefnis að hámarki 13 milljónir króna.
  • Styrkir til kynningar og fræðsluverkefna um loftslagsmál. Styrkupphæð að hámarki 7 milljónir króna.


Áherslur stjórnar 2022

Áhersla verður lögð á verkefni sem hafa það að markmiði að draga úr losun, sem hafa möguleika á að nýtast sem víðast í samfélaginu og beinist að aðilum sem hafa talsverða möguleika á að draga úr losun.

Áhersla verður lögð á verkefni sem hagnýta grunnþekkingu sem þegar er til staðar.

Verkefni sem beinast að eflingu hringrásarkerfisins verða ekki styrkt í þessari úthlutun.

Grunnrannsóknir eru ekki styrktar.

Verkefni sem stuðla að endurheimt votlendis eða bindingu kolefnis í gróðri og jarðvegi, svo sem með skógrækt og landgræðsla, falla ekki undir verksvið sjóðsins.

Það styrkir umsókn ef um samstarfsverkefni nokkurra aðila er að ræða. Það styrkir umsókn ef verkefnið hefur möguleika til að nýtast sem víðast í samfélaginu. Gert er ráð fyrir að verkefnið hafi það markmið að hafa áhrif út fyrir einstaka fyrirtæki, félagasamtök og/eða stofnun. 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica