Upplýsingar til umsækjenda

Styrktegundir eru tvær að þessu sinni og eru styrkir veittir til eins árs:

Áhersla er á styrki til nýsköpunarverkefna sem eru ætlaðir meðal annars til þess að styrkja rannsóknir og þróunarstarf í tengslum við aðlögun og innleiðingu á nýjum loftslagsvænum tæknilausnum og hönnun. Styrkupphæð til verkefnis er að hámarki 15 milljónir króna.

Ef sótt er um meira en 5 milljónir er gerð krafa um 20% mótframlag og styrkur úr Loftslagssjóði nemur þá að hámarki 80% af heildarkostnaði verkefnis.

Ef sótt er um 5 milljónir eða minna er ekki gerð krafa um mótframlag.

Áhersla er á styrki til kynningar- og fræðsluverkefna sem nýta niðurstöður nýjustu skýrslu frá IPCC (AR6), Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna, kynna þær og túlka í samhengi við íslenskt samfélag, og eru til þess fallin að virkja almenning og atvinnulíf til aðgerða. Styrkupphæð til verkefnis er að hámarki 5 milljónir króna og ekki er krafist mótframlags.

Áherslur stjórnar 2023

  • Nýsköpunarverkefni: Áhersla verður lögð á verkefni sem skila samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Einnig verður litið til eftirfarandi þátta;

                   -  að verkefnið hagnýti grunnþekkingu sem þegar er til staðar,

                   - að verkefnið beinist að aðilum sem hafa talsverða möguleika á að draga úr losun,

                   - að verkefnið hafi möguleika á að nýtast sem víðast í samfélaginu og hafi áhrif út fyrir                         einstaka fyrirtæki, félagasamtök og/eða stofnun.

  • Kynningar- og fræðsluverkefni: Áhersla verður lögð á verkefni sem nýta niðurstöður nýjustu skýrslu frá IPCC (AR6), Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna, kynna þær og túlka í samhengi við íslenskt samfélag, og eru til þess fallin að virkja almenning og atvinnulíf til aðgerða.
Það styrkir umsókn ef um samstarf milli einstaklinga, fyrirtækja, félagasamtaka og/eða stofnana er að ræða.Þetta vefsvæði byggir á Eplica