Upplýsingar til umsækjenda

Úthlutunarreglur má sjá í handbók sjóðsins


Algengar spurningar og svör:

Hvenær má gera ráð fyrir að úthlutað verði úr sjóðnum?

-  Stefnt er að því að úthluta úr sjóðnum í maí.

Hvenær er miðað við að verkefni geti hafist?

-  Miðað er við að verkefni hefjist við undirritun samnings.

Er í lagi að skrá stofnun sem umsækjanda?

-  Umsækjandi getur verið annað hvort stofnun, fyrirtæki, félagasamtök eða einstaklingur, en gert er ráð fyrir því að verkefnastjóri sé einstaklingur.

Hvernig á að fara inn í umsóknarkerfið ef umsækjandi er stofnun, fyrirtæki eða félagasamtök?

-  Ef þú er með íslykil fyrir stofnunina, fyrirtækið eða félagið getur þú notað hann til að skrá þig inn í umsóknarkerfið. Þú getur líka notað þinn íslykil eða rafræn skilríki í síma til að skrá þig inn í umsóknarkerfið. Afrit af innsendri umsókn verður síðan aðgengilegt á mínum síðum þess sem var skráður í kerfið. 

Geta fleiri en einn verið að vinna í sömu umsókn á sama tíma?

-  Það á ekki að vera hægt.

Er gert ráð fyrir launatengdum gjöldum í mánaðarlaunum?

-  Í reit 3.1 mánaðarlaun getur þú sett laun með launatengdum gjöldum.

Er hámarkslengd verkefnalýsingar 12 blaðsíður með forsíðu og öðru úr sniðmátinu?

-  Hámarkslengd verkefnalýsingar er 12 blaðsíður með forsíðu og öðru úr sniðmátinu.

Er ekki gert ráð fyrir heimildaskrá?

-  Heimildaskrá getur verið í verkefnalýsingunni.

Á að senda verkefnalýsinguna með umsókninni sem Word skjal eða PDF?

-  Til að geta hlaðið verkefnalýsingunni inn í umsóknarkerfið þarf að lesa hana yfir í PDF.

Hvar er sniðmát fyrir verkefnalýsinguna?

- Sniðmát fyrir verkefnislýsingu er í umsóknarkerfinu.

Hvar er styrktegund er valin?

-  Styrktegund er valin í umsóknarkerfinu, sjá mynd.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica