Upplýsingar til umsækjenda


ÁHERSLUR STJÓRNAR

Boðið er upp á tvær styrktegundir og eru styrkirnir veittir til eins árs. 

  • Styrkir til kynningar og fræðslu um loftslagsmál. 
  • Styrkir til nýsköpunarverkefna eru ætlaðir meðal annars til þess að styrkja rannsóknir og þróunarstarf í tengslum við aðlögun og innleiðingu á nýjum loftslagsvænum tæknilausnum og hönnun. 

Áhersla er lögð á verkefni sem hafa það markmið að draga úr losun eða skilgreina betur hina ýmsu þætti losunar sem rekja má til mannlegra athafna. 

Verkefni sem stuðla að endurheimt votlendis og verkefni sem stuðla að bindingu kolefnis í gróðri og jarðvegi, svo sem með skógrækt og landgræðslu, falla ekki undir verksvið sjóðsins. 

Öllum er heimilt að sækja um í sjóðinn. Það styrkir umsókn ef um samstarf milli einstaklinga, fyrirtækja, félagasamtaka og/eða stofnana er að ræða. Það styrkir umsókn ef verkefnið hefur möguleika til að nýtast sem víðast í samfélaginu. Gert er ráð fyrir að verkefnið hafi það markmið að hafa áhrif út fyrir einstaka fyrirtæki, félagasamtök og/eða stofnun. Rafrænt umsóknareyðublað er á íslensku en skila má umsóknum á íslensku og á ensku. Birting skal vera á íslensku.

Handbók 


Algengar spurningar og svör:

Hvenær má gera ráð fyrir að úthlutað verði úr sjóðnum?

 Stefnt er að því að önnur úthlutun úr sjóðnum verði í lok mars 2021.

Hvenær er miðað við að verkefni geti hafist?

Miðað er við að verkefni hefjist við undirritun samnings.

Er í lagi að skrá stofnun sem umsækjanda?

Umsækjandi getur verið annað hvort stofnun, fyrirtæki, félagasamtök eða einstaklingur, en gert er ráð fyrir því að verkefnastjóri sé einstaklingur.

Hvernig á að fara inn í umsóknarkerfið ef umsækjandi er stofnun, fyrirtæki eða félagasamtök?

Ef þú er með íslykil fyrir stofnunina, fyrirtækið eða félagið getur þú notað hann til að skrá þig inn í umsóknarkerfið. Þú getur líka notað þinn íslykil eða rafræn skilríki í síma til að skrá þig inn í umsóknarkerfið. Afrit af innsendri umsókn verður síðan aðgengilegt á mínum síðum þess sem var skráður í kerfið. 

Er gert ráð fyrir samstarfsyfirlýsingu/m með umsókn?

Það er bara hægt að setja eitt skjal í viðhengi, það er verkefnislýsingin. Það er því bara hægt að lýsa samvinnunni í textanum. Til að staðfesta að samband er komið á er hugsanlegt að setja inn nafn á tengiliði samstarfsstofnana o.s.frv. Þú gætir hugsanlega sett vefslóð á síðu þar sem hægt er að nálgast samstarfsyfirlýsingar sem matsaðilar geta skoðað ef þeir eru í einhverjum vafa.

Í handbókinni á bls. 2 kemur eftirfarandi fram:

Senda má hlekk á myndskrá. Myndskráin má ekki vera lengri en 5 mínútur. Umsækjendur eiga að nota veitur eins og Youtube, Vimeo eða aðrar sambærilegar síður. Myndskráin þarf að vera aðgengileg á vefnum þar til stjórn sjóðsins hefur tekið ákvörðun um úthlutun. 

Geta fleiri en einn verið að vinna í sömu umsókn á sama tíma?

Nei það á ekki að vera hægt.

Er gert ráð fyrir launatengdum gjöldum í mánaðarlaunum?

 Í reit 3.1 mánaðarlaun getur þú sett laun með launatengdum gjöldum.

Er hámarkslengd verkefnalýsingar 12 blaðsíður með forsíðu og öðru úr sniðmátinu?

Já, hámarkslengd verkefnalýsingar er 12 blaðsíður með forsíðu og öðru úr sniðmátinu.

Er ekki gert ráð fyrir heimildaskrá?

Heimildaskrá getur verið í verkefnalýsingunni.

Á að senda verkefnalýsinguna með umsókninni sem Word skjal eða PDF?

Til að geta hlaðið verkefnalýsingunni inn í umsóknarkerfið þarf að lesa hana yfir í PDF.

Hvar er sniðmát fyrir verkefnalýsinguna?

Sniðmát fyrir verkefnislýsingu er í umsóknarkerfinu.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica