Upplýsingar til umsækjenda
Styrktegund
er ein að þessu sinni og eru styrkir veittir til eins árs:
Áhersla
er á styrki til nýsköpunarverkefna sem eru ætlaðir
meðal annars til þess að styrkja rannsóknir og þróunarstarf í tengslum við
aðlögun og innleiðingu á nýjum loftslagsvænum tæknilausnum og hönnun.
Styrkupphæð til verkefnis er að hámarki 15 milljónir króna.
Ef
sótt er um meira en 5 milljónir er gerð krafa um 20% mótframlag og styrkur úr
Loftslagssjóði nemur þá að hámarki 80% af heildarkostnaði verkefnis.
Ef sótt er
um 5 milljónir eða minna er ekki gerð krafa um mótframlag.
Áherslur stjórnar 2023
- Áhersla verður lögð á verkefni sem skila samdrætti í losun og stuðla að sjálfstæðu landsmarkmiði Íslands um að
draga úr losun á beinni ábyrgð Íslands um 55% (miðað við árið 2005) fyrir 2030. Áhersla þessi er í samræmi við markmið ríkisstjórnar í stjórnarsáttmála.
- Áhersla verður lögð á verkefni sem
hagnýta grunnþekkingu sem þegar er til staðar, hafa möguleika á að nýtast
sem víðast í samfélaginu og beinast að aðilum sem hafa talsverða möguleika á að
draga úr losun.
- Ekki verða styrkt kynningar- og
fræðsluverkefni í þessari úthlutun.
- Það styrkir umsókn ef um samstarf
milli einstaklinga, fyrirtækja, félagasamtaka og/eða stofnana er að ræða.