Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna

Fyrir hverja?

Sjálfstætt starfandi fræðimenn.

Til hvers?

Hægt er að sækja um styrki til að vinna að ritun fræðirita og –greina, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku í ýmsu formi. Á krafan um íslensku við allt ofannefnt.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur var 18. mars 2024 kl. 15:00.


Hvert er markmiðið?

Meginhlutverk sjóðsins er að launa starfsemi þeirra fræðimanna sem starfa sjálfstætt í sinni fræðigrein.

Hverjir geta sótt um?

Rétt til að sækja um starfslaun úr sjóðnum hafa höfundar fræðirita, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku í ýmsu formi.

Styrkflokkar

Styrkflokkar eru fjórir; starfslaun til þriggja, sex, níu eða tólf mánaða.

Nánari upplýsingar

  • Sendið fyrirspurnir um SSSF á netfangið: sssf@rannis.is

  • Starfsmenn sjóðsins eru Guðmundur Ingi Markússon og Gróa María Svandís Sigvaldadóttir








Þetta vefsvæði byggir á Eplica