Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna

Fyrir hverja?

Sjálfstætt starfandi fræðimenn

Til hvers?

Hægt er að sækja um styrki til að vinna að ritun fræðirita og –greina, handbóka, orðabóka og víðamikils upplýsingaefnis á íslensku í ýmsu formi.

Umsóknarfrestur

Umsóknafrestur var 20. mars 2018. Lokað fyrir umsóknir

Hvert er markmiðið?

Meginhlutverk sjóðsins er að launa starfsemi þeirra fræðimanna sem starfa sjálfstætt í sinni fræðigrein.

Hverjir geta sótt um?

Rétt til að sækja um starfslaun úr sjóðnum hafa höfundar fræðirita, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku í ýmsu formi.

Hvað er styrkt?

Hægt er að sækja um styrki til að vinna að ritun fræðirita og –greina, handbóka, orðabóka og víðamikils upplýsingaefnis á íslensku í ýmsu formi. Umsækjendur sækja um starfslaun til 3, 6, 9 eða 12 mánaða í senn og skal tilgreina starfslaunatímabil á umsóknareyðublaði. 

Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna greiðir hvorki yfirvinnu vegna rannsókna né laun til þeirra sem eru jafnframt á fullum launum í öðrum störfum.

Hægt er að sækja um starfslaun til sama verkefnis til eins árs í senn, að hámarki þrisvar sinnum. 

Starfslaun sjóðsins árið 2018 eru 377.000 kr. á mánuði (um verktakagreiðslur er að ræða).

 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica