Mínar síður Rannís

Stuttar leiðbeiningar

Tilkynning til umsækjenda

Sökum álags hjá Ísland.is getur innskráning stundum tekið langan tíma. Ef svo er, dugar yfirleitt að bíða aðeins og reyna aftur eftir 5-10 mín. 

Vinsamlegast athugið að nánari upplýsingar um umsóknarferli og eyðublöð er að finna á síðum einstakra sjóða. 

Innskráning á Mínar síður Rannís (og þaðan í t.d. öll umsóknarkerfi Rannís) er í gegnum vefgáttina Ísland.is

 1. Hægt er að skrá sig inn á Mínar síður með Íslykli eða rafrænum skilríkjum í síma. Ahugið að ekki er hægt að nota rafræn skilríki á korti.


 2. Þá opnast Mínar síður. Upphafssíðan birtir lista yfir þínar umsóknir sem eru þegar í vinnslu, ef einhverjar eru. Auk þess er af upphafssíðunni hægt að komast í vinnslukerfi Rannís, en hlekkir á þau birtast þeim sem skráðir eru með aðgang. Þessi upphafssíða er ávallt aðgengileg með því að smella á mynd af húsi sem staðsett er lengst til vinstri í valstiku síðunnar. 

Leiðbeiningar um Mínar síður 3. Vinstra megin á valstiku er hnappurinn Umsóknir. Ef farið er með mús yfir hann birtist valmynd fyrir frekari vinnslu umsókna.

Leiðbeiningar um mínar síður - umsóknir

Úr þessari valmynd er hægt að:

 • Breyta/halda áfram með umsóknir ef einhverjar eru (smellt á „Í vinnslu”)
 • Skrá nýja umsókn í öllum sjóðum sem eru opnir fyrir umsókna

Nánari leiðbeiningar um umsóknir

 • Skoða afrit af innsendum umsóknum 
 • Fá aðgang að framhaldsumsóknum

4. Næsti hnappur á valstiku, hægra megin við Umsóknir, er hnappurinn Kerfi. Þar er, eins og af upphafssíðu, hægt að komast í öll vinnslukerfi Rannís sem innskráður notanda er með aðgang að (ef einhver).

Upplýsingar um kerfi

 5. Þar sem er mynd af umslagi má fá aðgang að skilaboðaskjóðu Rannís. Fjöldi ólesinna skilaboða birtist á svörtum grunni.

Mínar síður leiðbeiningar

Nauðsynlegt er að skrá tölvupóstfang til að fá aðgang að skilaboðaskjóðu Rannís.

6. Til að skipta um tungumál er smellt á þar sem stendur EN (stendur fyrir enska) og verður allur texti í viðmóti þá á ensku. Breytist þá tungumálaval úr EN yfir í IS fyrir íslensku.

Mínar síður - enskar leiðbeiningar

7. Ef breyta þarf tölvupóstfangi sem skráð er hjá mínum síðum Rannís eða skrá nýtt er smellt á örina hægra megin við kennitöluna, birtist þá síða fyrir Stillingar.

Hvorki er hægt að breyta kennitölu né nafni (upplýsingar fengnar frá íslykli), eingöngu er hægt að breyta tölvupóstfanginu. 

Mínar síður stillingar

Hafið eftirfarandi atriði í huga við gerð umsóknar:

 1.  Nauðsynlegt er að vista á milli liða þegar fyllt er út í eyðublaðið svo gögnin glatist ekki.
 2. Ef ekki er vistað í opinni umsókn í 4 klst, lokast umsóknin sjálfkrafa. Þá verður notandi að skrá sig aftur inn og halda áfram með umsóknina þar sem frá var horfið.
 3. Þegar unnið er í Fagráðskerfum er tíminn 1 klst. Þá verður notandi að skrá sig aftur inn og halda áfram með umsóknina þar sem frá var horfið.
 4. Þegar búið er að fylla út umsóknina þarf að haka við „Staðfesta umsókn“ og ýta á „VISTA“-hnappinn til þess að senda hana inn.
 5. Kynnið ykkur vel leiðbeiningar fyrir umsækjendur sem hægt er að nálgast á síðu viðkomandi sjóðs.
 6. Notið vafrana Chrome, Firefox eða Edge við umsóknargerðina. Vafrinn Internet Explorer virkar ekki.Þetta vefsvæði byggir á Eplica