Skráning á Mínar síður Rannís sem fyrirtæki, félagasamtök eða sveitarfélag
Hægt er að veita á einstaklingi umboð til að stofna, vinna með eða sýsla á annan hátt með umsóknir í kerfum Rannís, í eigin nafni.
Til að veita slíkt umboð er farið inn á vef Island.is, http://www.island.is og byrjað á að velja hnappinn „Fyrirtæki og umboð“ undir hnappnum „Mínar síður“.
Því næst þarf sá einstaklingur sem er að veita umboðið (Umboðsveitandi) að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum eða Auðkennisappinu. Ef um fyrirtæki er að ræða þarf aðili sem er með prókúru að auðkenna sig inn á vefinn.
Þegar komið er inn á vef
Island.is er farið á flipann „Aðgangsstýring“
Á síðunni Aðgangsstýring er bæði hægt að veita umboð og eins sjá þau umboð sem þér hafa verið veitt.
Til að veita einstaklingi umboð þarf að smella á „Skrá nýtt umboð“, slá inn kennitölu þess sem mun fá umboðið (Umboðshafi) og tiltaka Rannsóknarmiðstöð Íslands, en hvert umboð snýst einvörðungu um þá aðgangsstýringinu sem valin er úr flettilistanum.
Í næsta skrefi er valið hvaða gögn viðkomandi getur skoðað eða sýslað með. Auk þess má stilla hversu lengi umboðið skuli gilda.
Seinasta skerfið er að staðfesta veitingu umboðsins.
Vinna með umsóknir: umboðshafi eða prókúruhafi fyrirtækis/stofnunar
Þegar umboðshafi fer inn á Mínar síður Rannís til að sýsla með umsóknir býðst honum, eftir hefðbundna auðkenningu, að velja viðeigandi notanda: sjálfan sig, að vinna í nafni umboðsveitanda eða, ef hann hefur prókúru hjá fyrirtæki, að vinna í þess nafni.