Umsóknir og eyðublöð

Í umsókn skal gera grein fyrir verkefninu, aðstandendum og tíma- og fjárhagsáætlun. Umsóknareyðublað sjóðsins er á rafrænu formi. Til þess að nálgast umsóknareyðublaðið þarf að tengjast umsóknarkerfi Rannís .

Einföldun í umsóknakerfi fyrir atvinnuleikhópa/listamannalaunaumsóknir 

Atvinnuleikhópur sem hyggst sækja um styrk til leiklistarráðs/atvinnuleikhópa og einnig um listamannalaun/sviðslist hópar, nægir að fylla út umsóknarform atvinnuleikhópa. Í því formi er hakað við viðeigandi reit þannig að umsóknin gildi einnig sem umsókn til listamannalauna.

Leiðbeiningar við umsóknargerð

Í fjárhagsáætlun skal gera grein fyrir heildarkostnaði verkefnisins. Ef sótt er um styrki til annarra sjóða eða um starfslaun listamanna, skal tilgreina það í umsókn.

ATHUGIÐ að þegar umsókn atvinnuleikhóps til leiklistarráðs á einnig að gilda sem umsókn um listamannalaun í launasjóð sviðslistafólks verður um tvær umsóknir að ræða þ.e. sér umsóknarnúmer fyrir hvorn sjóð gildir og umsýsla og mat verður aðskilið. Lög um listamannalaun (57/2009) og reglugerð um listamannalaun (834/2009) gilda um umsóknir um listamannalaun og ferli þeirra. Sjá einnig áherslur stjórnar listamannalauna.

Hópur listamanna sem hyggst einungis sækja um listamannalaun (ekki um styrk til leiklistarráðs), sendir inn umsókn um skilgreint samstarf listamannalauna .

Viðhengi

Með umsókn skulu fylgja staðfest gögn frá samstarfsaðilum sem og önnur gögn til stuðnings umsókn, svo sem ferilskrár, handrit og annað slíkt. Ferilskrár eiga að vera saman í einni skrá.

Aðeins er tekið við rafrænum gögnum í gegnum umsóknarkerfið.

Samstarfsverkefni til tveggja ára eða lengur

Ráðherra er heimilt samkvæmt leiklistarlögum (138/1998) að gera tímabundinn samning við rekstraraðila atvinnuleikhúss og hlutaðeigandi sveitarfélag eða sveitarfélög um fjárstuðning við leikhúsið, með fyrirvara um fjárveitingar í fjárlögum á samningstímanum. Samningur felur þá í sér nokkur verkefni/uppsetningar til a.m.k. 2 ára og þarf mótframlag sveitarfélags að vera tryggt og jafnhátt atvinnuleikhópastyrknum.

Um samstarfsverkefni gildir að fylla út umsóknir fyrir hvert einstakt verk og síðan samstarfssamnings-skjal með upplýsingum um samstarfsaðila, fjárhagsáætlun og væntanlegt mótframlag. Skjalið á að senda sem viðhengi á atvinnuleikhopar@rannis.is

Sýniseintak
Þetta vefsvæði byggir á Eplica