LIFE áætlunin

Umhverfis- og loftslagsáætlun ESB

Fyrir hverja?

Sveitarfélög, fyrirtæki, frjáls félagasamtök, stofnanir. 

Til hvers?

Ísland tekur nú þátt í LIFE áætlun Evrópusambandsins, samkeppnissjóði sem fjármagnað hefur verkefni á sviði loftslags- og umhverfismála frá árinu 1992. Núverandi tímabil áætlunarinnar tekur til áranna 2021-2027 og eru rúmlega 5,4 milljarðar evra til úthlutunar á tímabilinu. Undir áætlunininni eru fjórar undiráætlanir:

 • Náttúra og líffræðileg fjölbreytni,
 • Hringrásarhagkerfið
 • Loftslangsbreytingar, aðlögun og aðgerðir og
 • Orkuskipti

 

Umsóknarfrestir

Auglýst er eftir umsóknum árlega að vori en eru umsóknarfrestir mismunandi eftir gerðum styrkja og undiráætlunum. Upplýsingar um umsóknarfresti er að finna í hverri auglýsingu sem birtist á styrkjagátt Evrópusambandsins (e. Funding & tender opportunities), ásamt ítarlegu kynningarefni um styrkina. 

Opið var fyrir umsóknir um orkuskiptaverkefni til 16. nóvember 2023.

Sjá nánar í Funding & Tender Opportunities

EN

Hvert er markmiðið?

LIFE er innleiðingaráætlun og markmið hennar eru að: 

 • vernda náttúru Evrópu með því að hægja á og snúa við hningnun líffræðilegs fjölbreytileika. LIFE áætlunin fjármagnar verkefni sem takast á við umhverfis- og loftslagsbreytingar,
 • flýta fyrir hreinum orkuskiptum með aukinni útbreiðslu orkunýtni og endurnýjanlegri orku,
 • draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, auka viðnámsþol vegna loftslagsbreytinga og auka meðvitund um að draga úr loftslagsbreytingum,
 • leggja til hringrásarhagkerfisins með nýrri tækni og lausnum,
 • vernda, endurheimta og bæta umhverfið og auka í kjölfarið lífsgæði fólks.

LIFE verkefni ættu að þróa, og sýna fram á virkni, vistvænnrar og nýstárlegrar tækni og nálganna. Þau ættu að stuðla að því að bestu þekkingu sé beitt sem víðast til að ná fram breyttri hegðun sem og stuðla að innleiðingu og fylgni við áætlanir, stefnur og löggjöf Evrópusambandsins. Verkefnin ættu auk þess að vera hvati að því að vel heppnuðum lausnum sé beitt víðar og í stærri mæli en áður. 

Upplýsingadagar

Nýlega voru haldnir upplýsingadagar um LIFE áætlunina. Allar kynningar og upptökur má nálgast á heimasíðu viðburðarins.

Helstu áherslusvið LIFE áætlunarinnar til ársins 2027

 • Loftslagsbreytingar- aðlögun og aðgerðir: Markmiðið með undiráætlun LIFE um loftslagsbreytingar er að ýta undir breytingar í átt að sjálfbæru, kolefnishlutlausu og orkunýtnu hagkerfi sem byggir á endurnýjanlegum orkugjöfum og hefur viðnámsþrótt. Til úthlutunar er tæpur 1 milljarður evra á tímabilinu 2021 - 2027.
  Kynningarmyndband 
 • Náttúra og líffræðileg fjölbreytni: Markmiðið með undiráætlun LIFE um náttúru og lífbreytileika er annars vegar að stuðla að vernd og endurheimt evrópskrar náttúru og hins vegar að vinna gegn og snúa við hnignun líffræðilegrar fjölbreytni. Til úthlutunar eru rúmlega 2,1 milljarðar evra á tímabilinu 2021 - 2027.
  Kynningarmyndband
 • Hringrásarhagkerfið og lífsgæði: Markmiðið með undiráætlun LIFE um hringrásarhagkerfið og lífsgæði er að greiða fyrir umbreytingu samfélaga í átt að sjálfbæru, hringrásarmiðuðu, eiturefnalausu, orkunýtnu og loftslagsvænu hagkerfi. Til úthlutunar eru rúmlega 1,3 milljarðar evra á tímabilinu 2021-2027.
  Kynningarmyndband
 • Orkuskipti: Markmiðið með undiráætlun LIFE um orkuskipti að því að fjármagna verkefni sem styðja við stefnu ESB á sviði sjálfbærrar orku, og þá sérstaklega Græna sáttmálann (European Green Deal), markmið ESB í orku- og loftslagsmálum til 2030 (Energy Union) og langtímaáætlanir ESB um afkolun (decarbonisation) fyrir 2050. Til úthlutunar er tæpur 1 milljarður evra á tímabilinu 2021 - 2027.
  Kynningarmyndband

Tegundir styrkja

 • Hefðbundnir verkefnastyrkir (e. Standard Action Projects - SAP)
 • Stefnumarkandi náttúruverkefni (e. Strategic Nature Projects - SNAP)
 • Stefnumarkandi verkefni (e. Strategic Integrated Projects - SIP)
 • Undirbúningsstyrkir (e. Techical Assistance - TA)
 • Annars konar aðgerðir (e. Other Actions -OA) 
 • Rekstrarstyrkir fyrir frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfis- og/eða loftslagsmálum (e. Operating Grants - OG).

Nánar um tegundir styrkja á vef LIFE-áætlunarinnar

Hverjir geta sótt um?

Sveitarfélög, fyrirtæki, frjáls félagasamtök, stofnanir.

Skilyrði úthlutunar

Til þess að umsókn teljist styrkhæf verður tengsl verkefnis við markmið sjóðsins að vera augljós. Verkefnið þarf að vera vel skilgreint og tímaáætlun ljós. Mikilvægt er að hafa í huga að um er að ræða samkeppnissjóð sem leggur áherslu á vandaðar umsóknir sem uppfylla öll skilyrði LIFE-áætlunarinnar.

Hlutverk Rannís

Rannís er landstengiliður fyrir áætlunina í samvinnu við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið. Hlutverk Rannís er meðal annars að veita umsækjendum almennar upplýsingar um LIFE og aðstoða við ýmislegt sem lýtur að undirbúningi umsókna í áætlunina.

Nánari upplýsingar
Þetta vefsvæði byggir á Eplica