LIFE áætlunin
Umhverfis- og loftslagsáætlun ESB
Fyrir hverja?
Sveitarfélög, fyrirtæki, frjáls félagasamtök,
stofnanir.
Til hvers?
LIFE áætluninni fjármagnar
verkefni sem takast á við umhverfis- og loftslagsbreytingar. Með þátttöku
Íslands í áætluninni gefst ólíkum aðilum á Íslandi, kostur á að sækja um styrki
til umhverfisverkefna. Auk þess er hægt að sækja um rekstrarstyrki til óhagnaðardrifinnar
starfsemi félagasamtaka sem styður við markmið LIFE-áætlunarinnar.
Umsóknarfrestir
Upplýsingar um
umsóknarfresti er að finna undir hverjum styrk sem auglýstur er, ásamt ítarlegu
kynningarefni um styrkina. Auglýsingar eftir umsóknum og umsóknarfrestir fyrir
2022 voru birt á styrkjagátt ESB (e. Funding & Tenders Portal ) þann 17. maí síðastliðinn.
Sjá nánar í Funding & Tender Opportunities
EN
Hvert er markmiðið?
LIFE áætlunin hófst árið 1992
en Ísland hóf þátttöku árið 2021. Núverandi tímabil áætlunarinnar tekur til
áranna 2021-2027 og eru rúmlega 5,4 milljarðar evra til úthlutunar á
tímabilinu. Áætlunin skiptist í fjóra undirflokka.
Gert er ráð fyrir að umsóknarfestir 2022 verði eftirfarandi:
- Standard Action Projects (SAPs) for circular economy and quality of life, nature and biodiversity, climate change mitigation and adaptation sub-programmes: 4. október 2022
- LIFE Action Grants for clean energy transition sub-programme: 16. nóvember 2022
- Strategic Integrated Projects (SIPs) and Strategic Nature Projects (SNAPs):
- Concept notes: 8. september 2022
- Full proposals: 7. mars 2023
- Technical Assistance preparation for SIPs and SNAPs: 8. september 2022
- Specific Operating Grant Agreements (SGA OG) for non-profit making entities: 21. september 2022
Helstu áherslusvið LIFE áætlunarinnar til ársins 2027
- Loftslagsbreytingar- aðlögun og aðgerðir:
Markmiðið með undirflokk LIFE-áætlunarinnar um loftslagsbreytingar er að ýta
undir breytingar í átt að sjálfbæru, kolefnishlutlausu og orkunýtnu hagkerfi
sem byggir á endurnýjanlegum orkugjöfum og hefur viðnámsþrótt. Til úthlutunar er tæpur 1 milljarður evra á tímabilinu 2021 - 2027.
Kynningarmyndband
- Náttúra og líffræðileg fjölbreytni: Markmiðið með
undirflokki LIFE um náttúru og lífbreytileika er annars vegar að stuðla að
vernd og endurheimt evrópskrar náttúru og hins vegar að vinna gegn og snúa við
hnignun líffræðilegrar fjölbreytni. Til úthlutunar eru rúmlega 2,1 milljarðar evra á tímabilinu 2021 - 2027.
Kynningarmyndband - Hringrásarhagkerfið og lífsgæði: Markmiðið með undirflokk
LIFE-áætlunarinnar um hringrásarhagkerfið og lífsgæði er að greiða fyrir
umbreytingu samfélaga í átt að sjálfbæru, hringrásarmiðuðu, eiturefnalausu,
orkunýtnu og loftslagsvænu hagkerfi. Til úthlutunar eru rúmlega 1,3 milljarðar evra á tímabilinu 2021-2027.
Kynningarmyndband - Orkuskipti: Markmiðið með undirflokk LIFE um
orkuskipti að því að fjármagna verkefni sem styðja við stefnu ESB á sviði
sjálfbærrar orku, og þá sérstaklega Græna sáttmálann (European Green Deal),
markmið ESB í orku- og loftslagsmálum til 2030 (Energy Union) og langtímaáætlanir
ESB um afkolun (decarbonisation) fyrir 2050. Til úthlutunar er tæpur 1 milljarður evra á tímabilinu 2021 - 2027.
Kynningarmyndband
Tegundir styrkja
- almennir verkefnastyrki vegna aðgerða sem styðja markmið LIFE-áætlunarinnar (SAP),
- sértækir styrkir vegna áætlana um náttúru (SNAP),
- styrkir vegna innleiðingar stefnu eða aðgerðaáætlunar um loftslags-og umhverfismál (SIP),
- styrkir til að auka tæknilega getu og þekkingu (TA),
- styrkir til annarra aðgerða sem styðja markmið LIFE-áætlunarinnar (OAG) og
- rekstrarstyrkir fyrir óhagnaðardrifin félagasamtök sem starfa að umhverfis- og/eða loftslagsmálum og taka þannig þátt í þróun, innleiðingu og eftirfylgni aðgerða í samræmi við markmið ESB í þessum málaflokki (OG).
Nánar um tegundir styrkja á vef LIFE-áætlunarinnarHverjir geta sótt um?
Sveitarfélög, fyrirtæki,
frjáls félagasamtök, stofnanir.
Skilyrði úthlutunar
Til þess að umsókn teljist
styrkhæf verður tengsl verkefnis við markmið sjóðsins að vera augljós.
Verkefnið þarf að vera vel skilgreint og tímaáætlun ljós. Mikilvægt að hafa í
huga að um er að ræða samkeppnissjóð sem leggur áherslu á vandaðar umsóknir sem
uppfylla öll skilyrði LIFE-áætlunarinnar.
Hlutverk Rannís
Rannís er landstengiliður
fyrir áætlunina í samvinnu við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið. Hlutverk
Rannís er meðal annars að veita umsækjendum almennar
upplýsingar um LIFE og aðstoða við ýmislegt sem lýtur að undirbúningi umsókna í
áætlunina.
Nytsamir tenglar OG SKJÖL