UK-Iceland Explorer náms­styrkja­sjóðurinn

Samstarf milli Íslands og Bretlands um háskólanám og þjálfun

Fyrir hverja?

Íslenska nemendur sem stefna á framhaldsnám í Bretlandi. 

Til hvers?

Til náms á öllum fagsviðum til fullrar gráðu og starfsþjálfunar á sviði geimvísinda í Bretlandi.

Umsóknarfrestur:

Umsóknarfrestur var þann 5. apríl 2024.

EN

Hvert er markmiðið?03c05777

UK-Iceland Explorer námsstyrkjasjóðurinn leitast við að efla enn frekar samstarf milli Bretlands og Íslands á sviði háskólamenntunar og þjálfunar. Hann mun styðja íslenska nemendur sem vilja stunda nám eða þjálfun í Bretlandi, styrkja vísinda- og rannsóknarsamfélag landanna beggja og leggja grunn að frekara tvíhliða rannsóknarsamstarfi milli þeirra. Geimferðastofnun Bretlands, UK Space Agency, veitir styrkina í samstarfi við Rannís og breska sendiráðið í Reykjavík. 

Hver geta sótt um styrk?

Einstaklingar sem stefna á háskólanám til fullrar gráðu í Bretlandi, annaðhvort á meistara- eða doktorsstigi. Styttra námstímabil, eins og skiptinám, er ekki styrkhæft. Umsækjendur eiga einnig kost á launaðri starfsþjálfun við breskt fyrirtæki eða stofnun, sem skipulagt er af Geimferðastofnun Bretlands innan ramma SPIN-áætlunarinnar.

Hvað er styrkt?

Háskólanámið er styrkt í 12 mánuði og starfsþjálfunin í tvo mánuði, ef við á. Heildarstyrkur fyrir háskólanám nemur að hámarki £ 10.000 og fyrir starfsþjálfun að hámarki £ 3,750. Styrkir verða veittir til fjögurra einstaklinga á ári hverju.

Ef styrkhafar taka einnig þátt í starfsþjálfun á vegum SPIN, rennur fjármagnið til móttöku­stofnunar­innar, sem sér um greiðslur til einstaklinga í formi launa. 

Skilyrði úthlutunar03c01660

Umsækjandi skal hafa lokið Bachelor-gráðu hið minnsta og hafa fengið samþykkta skólavist við breskan háskóla á meistara- eða doktorsstigi. Ef umsókn er send inn áður en þetta hefur verið staðfest er möguleg styrkúthlutun veitt með fyrirvara um að gögn til staðfestingar á útskrift / skólavist berist um leið og þau liggja fyrir. Umsækjandi skal hafa íslenskan ríkisborgararétt og má ekki hafa hlotið námsstyrk frá breskum yfirvöldum áður. Styrkhafar eru valdir á grundvelli námsárangurs, tengingar náms við áhersluatriði í samstarfi Íslands og Bretlands, metnaðar í framtíðaráformum og inngildingar. Umsóknir sem tengjast geimvísindum eru settar í sérstakan forgang en ekki er gerð krafa um slíkt. 

Hvernig er sótt um?

Umsóknarfresturinn árið 2024 er liðinn.

Hlutverk Rannís

Rannís hefur umsjón með sjóðnum í samvinnu við breska sendiráðið á Íslandi og Bresku geimferðastofnunina (UK Space Agency).








Þetta vefsvæði byggir á Eplica